Hita upp fyrir Damon Albarn Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. september 2014 09:30 Fufanu munu rokka sviðið í Lundúnum. Frá sveitinni „Ég er mjög spenntur, þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Frosti Gnarr, trommari rokksveitarinnar Fufanu sem mun gera það heldur betur gott í nóvember en hljómsveitin mun hita upp fyrir goðsögnina Damon Albarn í frægasta tónleikasal London, Royal Albert Hall 16. nóvember. „Þetta er frábært tækifæri.“ Albarn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en hann varð frægur í bretapoppsveitinni Blur og hefur einnig vakið mikla lukku fyrir sveit sína Gorillaz. Albarn hefur oft dvalið hér á landi en hann keypti sér hús hér á tíunda áratugnum.Damon Albarn.Sveitin mun einnig koma fram á klúbbakvöldi Ja Ja Ja Festival, norrænnar tónleikahátíðar sem haldin er í London. Það verður því fullt að gera hjá sveitinni á næstunni þar sem hún vinnur nú einnig að því að leggja lokahönd á fyrstu plötu þeirra í fullri lengd, sem kemur út hjá plötuútgáfunni One Little Indian. Höfuðstöðvar útgáfunnar eru í London og gefur hún út tónlist eftir bæði erlendar og íslenskar sveitir svo sem Samaris, Ásgeir Trausta, Ólöfu Arnalds og Björk. Fufanu hefur verið virk frá árinu 2009, þegar hún hét Captain Fufanu. Þeir hafa spilað á Hróarskeldu og Primavera tónlistarhátíðunum ásamt því að troða upp á klúbbum í Þýskalandi, Noregi og að sjálfsögðu Íslandi. Þeir spiluðu teknó til að byrja með en í fyrra fengu þeir Frosta sem trommara og hefur sveitin því verið að færa sig meira í átt að einhvers konar sveimkenndu eyðimerkurrokki með raftónlistaráhrifum. Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Ég er mjög spenntur, þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Frosti Gnarr, trommari rokksveitarinnar Fufanu sem mun gera það heldur betur gott í nóvember en hljómsveitin mun hita upp fyrir goðsögnina Damon Albarn í frægasta tónleikasal London, Royal Albert Hall 16. nóvember. „Þetta er frábært tækifæri.“ Albarn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en hann varð frægur í bretapoppsveitinni Blur og hefur einnig vakið mikla lukku fyrir sveit sína Gorillaz. Albarn hefur oft dvalið hér á landi en hann keypti sér hús hér á tíunda áratugnum.Damon Albarn.Sveitin mun einnig koma fram á klúbbakvöldi Ja Ja Ja Festival, norrænnar tónleikahátíðar sem haldin er í London. Það verður því fullt að gera hjá sveitinni á næstunni þar sem hún vinnur nú einnig að því að leggja lokahönd á fyrstu plötu þeirra í fullri lengd, sem kemur út hjá plötuútgáfunni One Little Indian. Höfuðstöðvar útgáfunnar eru í London og gefur hún út tónlist eftir bæði erlendar og íslenskar sveitir svo sem Samaris, Ásgeir Trausta, Ólöfu Arnalds og Björk. Fufanu hefur verið virk frá árinu 2009, þegar hún hét Captain Fufanu. Þeir hafa spilað á Hróarskeldu og Primavera tónlistarhátíðunum ásamt því að troða upp á klúbbum í Þýskalandi, Noregi og að sjálfsögðu Íslandi. Þeir spiluðu teknó til að byrja með en í fyrra fengu þeir Frosta sem trommara og hefur sveitin því verið að færa sig meira í átt að einhvers konar sveimkenndu eyðimerkurrokki með raftónlistaráhrifum.
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira