Byggðastofnun verði réttum megin við núll Freyr Bjarnason skrifar 15. september 2014 12:00 þóroddur bjarnason Stjórnarformaðurinn er ánægður með að stofnunin hefur verið rekin með hagnaði að undanförnu. Fréttablaðið/VÖlundur Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira