Nóg að gera eftir að starfsferlinum lauk Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2014 12:00 Afmælisbarnið Ásthildur Cesil hefur lagt mikla rækt við bæði tónlist og garðyrkju síðustu áratugi. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson „Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“ Aldrei fór ég suður Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“
Aldrei fór ég suður Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira