Innlent

Fjórðungur hættir námi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 45 prósent ljúka námi á fjórum árum eða minna samkvæmt nýjum tölum.
Um 45 prósent ljúka námi á fjórum árum eða minna samkvæmt nýjum tölum. vísir/vilhelm
Einungis 45 prósent þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla á Íslandi ná að ljúka námi á fjórum árum. Miðað er við nemendur sem innrituðust í skóla haustið 2004 og hver staða þeirra er fjórum, sex og sjö árum síðar.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að haustið 2004 hófu 4.830 nemar nám í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum síðar, árið 2008, höfðu 45 prósent nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Þá höfðu tæp 28 prósent nýnemanna hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og sama hlutfall var enn í námi án þess að hafa brautskráðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×