Innlent

Mengað neysluvatn í skóla

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bæjarbúum í Vogum er ráðlagt að sjóða allt drykkjarvatn.
Bæjarbúum í Vogum er ráðlagt að sjóða allt drykkjarvatn. NORDICPHOTOS/GETTY
Sýni sem tekið var af neysluvatni í Stóru-Vogaskóla í Vogum þann 1. september síðastliðinn reyndist mengað af E.coli gerlum. Sýnið var tekið í reglubundnu eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Á vef Matvælastofnunar segir að leiða megi líkur að því að yfirborðsvatn hafi borist í grunnvatn í þeim miklu rigningum sem voru um síðustu helgi. Ráðist verður í ítarlegar rannsóknir á neysluvatni í bæjarfélaginu næstu daga. Bæjarbúum er ráðlagt að sjóða allt drykkjarvatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×