Innlent

Læra að þvo sér um hendurnar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sé fyllsta hreinlætis gætt minnkar hættan á að smitast af sjúkdómum um þriðjung.
Sé fyllsta hreinlætis gætt minnkar hættan á að smitast af sjúkdómum um þriðjung. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrir lok þessa árs á að vera búið að kenna öllum starfsmönnum á dagvistarstofnunum í sveitarfélaginu Sønderborg í Danmörku betra hreinlæti, meðal annars handþvott. Markmiðið er að fækka veikindadögum starfsmanna, barna og foreldra. Á vef danska ríkisútvarpsins er haft eftir sérfræðingi sveitarfélagsins að hættan á að smitast af sjúkdómum minnki um þriðjung sé fyllsta hreinlætis gætt. Hann segir afar auðvelt að þvo sér um hendur en því miður séu þeir margir sem gera það ekki.

Starfsmennirnir eiga jafnframt að kenna börnunum að þvo sér vandlega um hendurnar. Á þessu ári hefur börnum á einni dagvistarfstofnuninni í sveitarfélaginu verið kenndur handþvottur samtímis því sem þau syngja og hefur röð myndast við handlaugina. Einn starfsmannanna bendir á að litlum börnum þyki gaman að snertingu við vatn þannig að ekki sé erfitt að fá þau til að þvo sér um hendurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×