Innlent

Skorað á ráðherra vegna sýslumanns í fjársvelti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Það vantar peninga í sameinað sýslumannsembætti á Austurlandi samkvæmt sýslumanninum á Seyðisfirði.
Það vantar peninga í sameinað sýslumannsembætti á Austurlandi samkvæmt sýslumanninum á Seyðisfirði. Fréttablaðið/GVA
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála vegna breytinga á embættum sýslumanna og lögreglustjóra á Austurlandi eftir að því bárust upplýsingar frá sýslumanninum á Seyðisfirði.



„Ljóst er að þeir fjármunir sem ætlaðir eru nýju embætti sýslumannsins á Austurlandi duga engan veginn til að halda uppi óbreyttri þjónustu embættisins, hvað þá að bæta hana eins og full þörf er á og Fljótsdalshérað hefur margítrekað bent á í gegnum þetta breytingaferli,“ segir bæjarráðið og krefst þess að innanríkisráðherra endurskoði ætlað fjármagn til embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×