Innlent

Ástand yfirborðsvatns er óviðunandi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vakta þarf yfirborðsvatn áfram.
Vakta þarf yfirborðsvatn áfram. Fréttablaðið/GVA
Ástand yfirborðsvatns í Hafnarfirði og Kópavogi er að mati heilbrigðisnefndar svæðisins enn víða óviðunandi.

„Umhverfi lækja og vatna hefur útivistargildi og því mikilvægt að grípa til aðgerða ef náttúrulegt ástand er að breytast til verri vegar,“ segir heilbrigðisnefndin, sem segir að halda þurfi áfram reglubundinni vöktun og leita að og lagfæra rangar tengingar. Þá segir nefndin að vegna aukinnar iðnaðaruppbyggingar í Hafnarfirði þurfi að fjölga þar mælingum í umhverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×