Innlent

Hótelið yrði of hátt fyrir slökkviliðið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæta á tveimur hæðum ofan á Hótel Stykksihólm.
Bæta á tveimur hæðum ofan á Hótel Stykksihólm. Fréttablaðið/Pjetur
Sótt hefur verið um leyfi bæjaryfirvalda til að fjölga herbergjum í Hótel Stykkishólmi úr 91 í 138 með því að hækka húsið um tvær hæðir.

Skipulagsnefnd leggur til að gert verði deiliskipulag áður en málið verður kynnt fyrir nágrönnum. „Hótelið stendur hátt og því eru margir sem gætu átt hagsmuna að gæta,“ segir skipulagsnefndin. Bæjaryfirvöld og eigendur þurfi að gera sér grein fyrir því að Brunavarnir Stykkishólms ráða ekki yfir tækjum til björgunarstarfa í svo háu húsi. Miða þurfi brunahönnun við getu slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×