Nýnasistar misnota nafn Ásatrúarfélagsins Snærós Sindradóttir skrifar 28. ágúst 2014 08:15 Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Fréttablaðið/Vilhelm „Við höfnum því að Ásatrú sé notuð til að réttlæta kynþáttahyggju, hernaðarhyggju eða dýrafórnir,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Ásatrúarfélagsins sem birt var á þriðjudag. Tilefnið er ítrekaðar tilraunir erlendra einstaklinga og hópa til að spyrða öfgafullar skoðanir sínar við Ásatrúarfélagið, en jafnframt til að gefa málstað sínum frekari vigt. „Þetta er yfirlýsing sem hefði helst átt að koma út einu sinni á ári undanfarin 38 ár,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Hann segir að árlega komi fjöldi erlendra gesta til Ásatrúarfélagsins. Sumir þeirra telji sig, að lokinni heimsókn, geta talað fyrir hönd trúfélagsins. „Fólk hefur látið líta út fyrir að einhverjar þýðingar sem það er að bulla með séu gerðar með okkar velþóknun. Við viljum ekki að verið sé að nota nafnið okkar til að gefa því sem það er að gera einhvers konar gildi.“ Hilmar segir að fjöldi öfgahópa sem tengi sig við ásatrú séu vandamál. „Þarna er lið sem er hægra megin við Hitler sem í sumum tilfellum notar ásatrú sem yfirvarp.“ Hann segir afkima bandaríska söfnuðarins Christian identidy hafa tengt sig ásatrú. „Svo kom í ljós að það var bara arísk kristni. Einhver nasistakristni. Við ítrekum að þetta eru ekki við,“ segir Hilmar. Hilmar Örn segir að ástæða yfirlýsingarinnar nú sé klofningur sem sé að eiga sér stað í danska ásatrúarsöfnuðinum Forn siðr. Hluti safnaðarins hefur tekið upp kenningar bandaríska kennismiðsins Stephen McNallen um að trúin sé þeim að einhverju leyti í blóð borin. Í helsta kenniriti Stephens segir meðal annars: „Þess vegna er trúin [ásatrú] ekki fyrir allt mannkyn, heldur frekar trú sem kallar á sína.“ Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
„Við höfnum því að Ásatrú sé notuð til að réttlæta kynþáttahyggju, hernaðarhyggju eða dýrafórnir,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Ásatrúarfélagsins sem birt var á þriðjudag. Tilefnið er ítrekaðar tilraunir erlendra einstaklinga og hópa til að spyrða öfgafullar skoðanir sínar við Ásatrúarfélagið, en jafnframt til að gefa málstað sínum frekari vigt. „Þetta er yfirlýsing sem hefði helst átt að koma út einu sinni á ári undanfarin 38 ár,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Hann segir að árlega komi fjöldi erlendra gesta til Ásatrúarfélagsins. Sumir þeirra telji sig, að lokinni heimsókn, geta talað fyrir hönd trúfélagsins. „Fólk hefur látið líta út fyrir að einhverjar þýðingar sem það er að bulla með séu gerðar með okkar velþóknun. Við viljum ekki að verið sé að nota nafnið okkar til að gefa því sem það er að gera einhvers konar gildi.“ Hilmar segir að fjöldi öfgahópa sem tengi sig við ásatrú séu vandamál. „Þarna er lið sem er hægra megin við Hitler sem í sumum tilfellum notar ásatrú sem yfirvarp.“ Hann segir afkima bandaríska söfnuðarins Christian identidy hafa tengt sig ásatrú. „Svo kom í ljós að það var bara arísk kristni. Einhver nasistakristni. Við ítrekum að þetta eru ekki við,“ segir Hilmar. Hilmar Örn segir að ástæða yfirlýsingarinnar nú sé klofningur sem sé að eiga sér stað í danska ásatrúarsöfnuðinum Forn siðr. Hluti safnaðarins hefur tekið upp kenningar bandaríska kennismiðsins Stephen McNallen um að trúin sé þeim að einhverju leyti í blóð borin. Í helsta kenniriti Stephens segir meðal annars: „Þess vegna er trúin [ásatrú] ekki fyrir allt mannkyn, heldur frekar trú sem kallar á sína.“
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira