Innlent

Tvær glænýjar Hámur í haust

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Nóg er úrvalið hjá Hámu.Fréttablaðið/Stefán
Nóg er úrvalið hjá Hámu.Fréttablaðið/Stefán
Tvær nýjar Hámur, það er að segja veitingasölur í Háskóla Íslands, verða opnaðar nú á haustönn. Ein er í kjallaranum í Háskólabíói og hin í Tæknigarði. Sú síðarnefnda verður með nokkuð nýju sniði. Mikil aðsókn hefur verið í Hámu á Háskólatorginu sem var opnuð 2007.

Að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Félagsstofnunar stúdenta, var búist við að um fimmtán hundruð viðskiptavinir myndu seðja hungur sitt á daglega á Háskólatorginu en raunin er sú að þeir eru um fjögur þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×