Sum svæði berskjölduð fyrir jökulhlaupi Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júlí 2014 00:01 Sólheimajökull. Fyrr í þessum mánuði, þegar óvissustigi var lýst yfir vegna hlaups í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi, beindu Almannavarnir því til ferðafólks að halda sig að minnsta kosti í hundrað metra fjarlægð frá ánum á sandinum. Fréttablaðið/HAG Nýtt hættumat vegna Sólheimajökuls í austanverðum Mýrdalsjökli sem Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, kynnti á íbúafundi á Vík í Mýrdal á miðvikudagskvöld er ætlað til leiðbeiningar fyrir heimamenn við skipulagningu og við gerð viðbúnaðaráætlana komi til hlaups í ám úr jöklinum. „Við horfum til hlaupsins í Jökulsá 1999 og í Múlakvísl 2011 og hvaða útbreiðslu og áhrif þau hefðu í dag miðað við bílastæði, göngustíga og annað,“ segir Magnús Tumi. Niðurstöðurnar séu hins vegar ekki þannig að þær raski áætlunum ferðaþjónustu sem nú sé á svæðinu.Magnús Tumi„Það er hins vegar ljóst að þarna þarf að bæta skipulag,“ segir hann og kveður bílastæði sem næst er ánni, innan varnargarða, vera illa staðsett og berskjaldað fyrir hlaupum af þeirri gerð sem kom 1999. Hættumatið segir Magnús Tumi að taki ekki sérstaklega til hættu af eiturgufum sem komið geta frá ánni þegar hlaup er í gangi, líkt og varað var við fyrr í þessum mánuði þegar almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna vatnavaxta sem urðu í Jökulsá. „Það á eftir að vinna betur hvaða mörk á að hafa í tengslum við það.“ Alla jafna sé hins vegar ekki hætta á ferðum, nema dvalið sé langdvölum í gufum frá ánni alveg við upptökin þegar þannig ber við. „Þá getur það við sumar aðstæður valdið einhverri eitrun.“ Eins og staðan er nú er hægt að keyra vegslóða á bílaplan alveg niður við á. Tæki fólk upp á því að gista í bílum á þeim stað væri það berskjaldað fyrir hlaupi ef það kæmi og um leið svo nærri ánni og upptökum gæti brennisteinsmengun þar orðið nokkur. „En tilgangur okkar er fyrst og fremst að vinna að upplýstri umræðu þannig að bregðast megi rétt við,“ segir Magnús Tumi.Hluti Rýmingarsvæða vegna kötlugoss. Hér má sjá gráleit svæði þar sem rýma þarf komi til goss í Mýrdalsjökli.Mynd/Almannavarnir RíkisinsStór svæði rýmd komi til goss í KötluÍ ítarlegri viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Mýrdalsjökli sem finna má á vef Almannavarna kemur fram að stór svæði kunni að vera rýmd í nágrenni Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls komi til meiriháttar jarðhræringa og flóða í kjölfar þeirra.Auk svæðisins austur af Hvolsvelli, Fljótshlíðar og Landeyja, er gert ráð fyrir að rýma alla bæi undir Vestur-Eyjafjöllum, bæi undan Sólheimajökli í vestanverðum Mýrdalsjökli, öll hús í neðri og austari hluta Víkur í Mýrdal, og í Meðallandi vestan Eldvatns. Tengdar fréttir Óvissustig vegna hlaups Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. 9. júlí 2014 07:00 Óvissustigi létt af í Múlakvísl Rafleiðni á svæðinu er orðin sambærileg því sem var fyrir hlaup en úrkoma hefur haft áhrif á rennsli beggja ánna á síðustu dögum. 15. júlí 2014 08:00 Viðvaranir gera Kötlu bara meira spennandi Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. 9. júlí 2014 20:45 Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30 Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Nýtt hættumat vegna Sólheimajökuls í austanverðum Mýrdalsjökli sem Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, kynnti á íbúafundi á Vík í Mýrdal á miðvikudagskvöld er ætlað til leiðbeiningar fyrir heimamenn við skipulagningu og við gerð viðbúnaðaráætlana komi til hlaups í ám úr jöklinum. „Við horfum til hlaupsins í Jökulsá 1999 og í Múlakvísl 2011 og hvaða útbreiðslu og áhrif þau hefðu í dag miðað við bílastæði, göngustíga og annað,“ segir Magnús Tumi. Niðurstöðurnar séu hins vegar ekki þannig að þær raski áætlunum ferðaþjónustu sem nú sé á svæðinu.Magnús Tumi„Það er hins vegar ljóst að þarna þarf að bæta skipulag,“ segir hann og kveður bílastæði sem næst er ánni, innan varnargarða, vera illa staðsett og berskjaldað fyrir hlaupum af þeirri gerð sem kom 1999. Hættumatið segir Magnús Tumi að taki ekki sérstaklega til hættu af eiturgufum sem komið geta frá ánni þegar hlaup er í gangi, líkt og varað var við fyrr í þessum mánuði þegar almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna vatnavaxta sem urðu í Jökulsá. „Það á eftir að vinna betur hvaða mörk á að hafa í tengslum við það.“ Alla jafna sé hins vegar ekki hætta á ferðum, nema dvalið sé langdvölum í gufum frá ánni alveg við upptökin þegar þannig ber við. „Þá getur það við sumar aðstæður valdið einhverri eitrun.“ Eins og staðan er nú er hægt að keyra vegslóða á bílaplan alveg niður við á. Tæki fólk upp á því að gista í bílum á þeim stað væri það berskjaldað fyrir hlaupi ef það kæmi og um leið svo nærri ánni og upptökum gæti brennisteinsmengun þar orðið nokkur. „En tilgangur okkar er fyrst og fremst að vinna að upplýstri umræðu þannig að bregðast megi rétt við,“ segir Magnús Tumi.Hluti Rýmingarsvæða vegna kötlugoss. Hér má sjá gráleit svæði þar sem rýma þarf komi til goss í Mýrdalsjökli.Mynd/Almannavarnir RíkisinsStór svæði rýmd komi til goss í KötluÍ ítarlegri viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Mýrdalsjökli sem finna má á vef Almannavarna kemur fram að stór svæði kunni að vera rýmd í nágrenni Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls komi til meiriháttar jarðhræringa og flóða í kjölfar þeirra.Auk svæðisins austur af Hvolsvelli, Fljótshlíðar og Landeyja, er gert ráð fyrir að rýma alla bæi undir Vestur-Eyjafjöllum, bæi undan Sólheimajökli í vestanverðum Mýrdalsjökli, öll hús í neðri og austari hluta Víkur í Mýrdal, og í Meðallandi vestan Eldvatns.
Tengdar fréttir Óvissustig vegna hlaups Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. 9. júlí 2014 07:00 Óvissustigi létt af í Múlakvísl Rafleiðni á svæðinu er orðin sambærileg því sem var fyrir hlaup en úrkoma hefur haft áhrif á rennsli beggja ánna á síðustu dögum. 15. júlí 2014 08:00 Viðvaranir gera Kötlu bara meira spennandi Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. 9. júlí 2014 20:45 Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30 Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Óvissustig vegna hlaups Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. 9. júlí 2014 07:00
Óvissustigi létt af í Múlakvísl Rafleiðni á svæðinu er orðin sambærileg því sem var fyrir hlaup en úrkoma hefur haft áhrif á rennsli beggja ánna á síðustu dögum. 15. júlí 2014 08:00
Viðvaranir gera Kötlu bara meira spennandi Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. 9. júlí 2014 20:45
Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30
Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25