Viðvaranir gera Kötlu bara meira spennandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2014 20:45 Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. Fæstir ferðmanna höfðu heyrt um viðvörunina en þeir sem vissu um hana virtust bara spenntari að komast á staðinn. Mestu sýnilegu merkin um óróann síðustu daga er kolmórauður liturinn á Múlakvísl, ánni sem sópaði burt brúnni í skyndilegu stórhlaupi fyrir þremur árum. Vatnamælingamenn Veðurstofu voru í dag að færa leiðni- og vöktunarmæla úr bráðabirgðabrúnni og koma þeim fyrir í nýju brúnni. Það er ekki liðin vika frá því þetta 900 milljóna króna mannvirki var tekið í notkun og brúin er þegar farin að kynnast sinni fyrstu eldskírn.Njáll Fannar Reynisson, vatnamælingamaður Veðurstofu, við nýju brúna yfir Múlakvísl.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í samtali við Stöð 2 sagði Njáll Fannar Reynisson vatnamælingamaður að þetta væri lítið hlaup en það væri augljóst að þetta væri jarðhitavatn. Ný gasmæling sýndi þó að ekki væru neinar hættulegar lofttegundir á þessu svæði við Múlakvísl. Áin vekur áhuga ferðamanna sem standast ekki mátið og stöðva á brúnni til að taka myndir. Meðan brúarsmiðirnir eru að tína saman föggur sína spyrja menn hvort hlaupið ógni brúnni. „Nei, ég held að menn hafi engar áhyggjur af því svo lengi sem þetta helst í þessum fasa,“ svaraði vatnamælingamaðurinn Njáll. Mestar áhyggjur yfirvalda eru vegna ferðamanna við jökulsporð Sólheimajökuls. Jarðvísindamenn telja hættu á því að svipaður atburður geti endurtekið sig og varð í Múlakvísl fyrir þremur árum þegar flóðið óx skyndilega og án mikils fyrirvara. Flóðbylgjan geti brotið af sér jökulsporðinn. Þá ráðleggja Almannavarnir ferðamönnum eindregið að halda sig fjarri ánum, og sérstaklega upptökum þeirra, vegna brennisteinsvetnis sem berst með hlaupvatninu. Það veldur lyktinni sem almennt er kölluð hveralykt eða jöklafýla. Tómas Ísleifsson á Sólheimum, vert á kaffihúsinu við Sólheimajökul, segir að lykt hafi verið af ánni í gær og einnig í fyrradag. Það hafi greinilega eitthvað verið að gerast.Einar Karlsson leiðsögumaður.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Einar Karlsson, leiðsögumaður hjá HL Adventure, var að fylgja ferðamönnum frá Mexíkó um svæðið. „Þeim finnst þetta eiginlega bara spennandi. Þeim finnst þetta bara bónus,“ segir Einar. Hann telur ástæðulaust að mála skrattann á vegginn. „Við höldum bara okkar striki. Þetta er bara spennandi,“ segir Einar. Þarna var tuttugu manna hópur framhaldsskólanema frá Englandi á leið að jökulsporðinum og þau höfðu verið upplýst um brennisteinsfnykinn. Angela Bentley, kennari með hópnum, kvað þau ekki hrædd að fara þarna um: „Nei, þetta er spennandi. Ættum við að vera hrædd? Nei, við erum ekki hrædd,“ sagði hún og hló.Angela Bentley, kennari frá Englandi, var með hóp framhaldsskólanema.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjón frá Malasíu sem voru að koma úr jökulgöngu, þau Yiulian Tie og Lucy Tie, höfðu ekki hugmynd um að viðvörun hefði verið gefin út. Þau höfðu þó greinilega fundið lyktina. „Ég hélt að það væri goshver í nágrenninu. Ég vissi ekki hvaða lykt þetta var,“ sagði Lucy. -Var lyktin vond? „Já, frekar vond. Hún var verri sumsstaðar,“ svaraði Yiulian. -Svimaði ykkur? „Nei, alls ekki. Við fundum ekki fyrir neinu. Okkur svimaði ekki. Sem betur fer,“ sögðu þau hjónin. „Ég ætti að flýja,“ bætti Lucy við hlæjandi. Þegar Eyjafjallajökull gaus fyrir fjórum árum var rifjað upp að stóra systir, Katla, hefði átt það til að fylgja á eftir með stórgosi. „You ain´t seen nothing yet,“ sagði forseti Íslands í frægu viðtali við BBC. Svo mikið er víst: Við erum enn minnt á það þessa dagana að Katla er til alls vís. Tengdar fréttir Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. Fæstir ferðmanna höfðu heyrt um viðvörunina en þeir sem vissu um hana virtust bara spenntari að komast á staðinn. Mestu sýnilegu merkin um óróann síðustu daga er kolmórauður liturinn á Múlakvísl, ánni sem sópaði burt brúnni í skyndilegu stórhlaupi fyrir þremur árum. Vatnamælingamenn Veðurstofu voru í dag að færa leiðni- og vöktunarmæla úr bráðabirgðabrúnni og koma þeim fyrir í nýju brúnni. Það er ekki liðin vika frá því þetta 900 milljóna króna mannvirki var tekið í notkun og brúin er þegar farin að kynnast sinni fyrstu eldskírn.Njáll Fannar Reynisson, vatnamælingamaður Veðurstofu, við nýju brúna yfir Múlakvísl.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í samtali við Stöð 2 sagði Njáll Fannar Reynisson vatnamælingamaður að þetta væri lítið hlaup en það væri augljóst að þetta væri jarðhitavatn. Ný gasmæling sýndi þó að ekki væru neinar hættulegar lofttegundir á þessu svæði við Múlakvísl. Áin vekur áhuga ferðamanna sem standast ekki mátið og stöðva á brúnni til að taka myndir. Meðan brúarsmiðirnir eru að tína saman föggur sína spyrja menn hvort hlaupið ógni brúnni. „Nei, ég held að menn hafi engar áhyggjur af því svo lengi sem þetta helst í þessum fasa,“ svaraði vatnamælingamaðurinn Njáll. Mestar áhyggjur yfirvalda eru vegna ferðamanna við jökulsporð Sólheimajökuls. Jarðvísindamenn telja hættu á því að svipaður atburður geti endurtekið sig og varð í Múlakvísl fyrir þremur árum þegar flóðið óx skyndilega og án mikils fyrirvara. Flóðbylgjan geti brotið af sér jökulsporðinn. Þá ráðleggja Almannavarnir ferðamönnum eindregið að halda sig fjarri ánum, og sérstaklega upptökum þeirra, vegna brennisteinsvetnis sem berst með hlaupvatninu. Það veldur lyktinni sem almennt er kölluð hveralykt eða jöklafýla. Tómas Ísleifsson á Sólheimum, vert á kaffihúsinu við Sólheimajökul, segir að lykt hafi verið af ánni í gær og einnig í fyrradag. Það hafi greinilega eitthvað verið að gerast.Einar Karlsson leiðsögumaður.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Einar Karlsson, leiðsögumaður hjá HL Adventure, var að fylgja ferðamönnum frá Mexíkó um svæðið. „Þeim finnst þetta eiginlega bara spennandi. Þeim finnst þetta bara bónus,“ segir Einar. Hann telur ástæðulaust að mála skrattann á vegginn. „Við höldum bara okkar striki. Þetta er bara spennandi,“ segir Einar. Þarna var tuttugu manna hópur framhaldsskólanema frá Englandi á leið að jökulsporðinum og þau höfðu verið upplýst um brennisteinsfnykinn. Angela Bentley, kennari með hópnum, kvað þau ekki hrædd að fara þarna um: „Nei, þetta er spennandi. Ættum við að vera hrædd? Nei, við erum ekki hrædd,“ sagði hún og hló.Angela Bentley, kennari frá Englandi, var með hóp framhaldsskólanema.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjón frá Malasíu sem voru að koma úr jökulgöngu, þau Yiulian Tie og Lucy Tie, höfðu ekki hugmynd um að viðvörun hefði verið gefin út. Þau höfðu þó greinilega fundið lyktina. „Ég hélt að það væri goshver í nágrenninu. Ég vissi ekki hvaða lykt þetta var,“ sagði Lucy. -Var lyktin vond? „Já, frekar vond. Hún var verri sumsstaðar,“ svaraði Yiulian. -Svimaði ykkur? „Nei, alls ekki. Við fundum ekki fyrir neinu. Okkur svimaði ekki. Sem betur fer,“ sögðu þau hjónin. „Ég ætti að flýja,“ bætti Lucy við hlæjandi. Þegar Eyjafjallajökull gaus fyrir fjórum árum var rifjað upp að stóra systir, Katla, hefði átt það til að fylgja á eftir með stórgosi. „You ain´t seen nothing yet,“ sagði forseti Íslands í frægu viðtali við BBC. Svo mikið er víst: Við erum enn minnt á það þessa dagana að Katla er til alls vís.
Tengdar fréttir Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent