Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2014 18:30 Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent