Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2014 18:30 Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25