Ekkert leiðbeint um notkun stæðiskorta fyrir fatlað fólk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 12:00 Ólafur Ísleifsson Hvergi er hægt að nálgast upplýsingar um notkun á stæðiskortum fyrir hreyfihamlaða á Íslandi þrátt fyrir að sameiginlega EES-nefndin hafi mælst til þess að aðildarríki gerðu notendum það kleift í tilmælum sem komu upphaflega frá ráði Evrópubandalagsins árið 1998. Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða tók gildi á Íslandi árið 2000 eftir að sameiginlega EES-nefndin tók upp í EES-samninginn fyrrnefnd tilmæli um bílastæðakort fyrir fatlaða. Þar segir: „Láta ber korthöfum í té allar upplýsingar um skilyrði fyrir notkun kortanna í aðildarríkjunum.“Takmarkaðar leiðbeiningar Allar þær upplýsingar sem hægt er að fá um notkun kortsins eru á bakhlið þess eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.Auk þessa er lagt til við aðildarríkin að þau „láti í té, á grundvelli tæknilegs upplýsingablaðs, sem framkvæmdastjórnin lætur útbúa, yfirlit yfir notkunarskilyrði í mismunandi ríkjum Evrópusambandsins þegar bílastæðakort er gefið út handa fötluðum einstaklingi að beiðni hans“. Stæðiskortin má nota í öllum ríkjum sem eiga aðild að EES-samningnum en þau eru 31 talsins. Í tilmælunum er lögð áhersla á réttindi fatlaðs fólks til þátttöku í atvinnu- og félagslífi. Því eigi fatlaðir að geta nýtt sér bílastæðakort sitt alls staðar í bandalaginu í samræmi við reglur í landi hverju. Ólafur Ísleifsson er öryrki sem þarf að nýta sér stæðiskortin. Hann flutti til Íslands árið 2008 frá Englandi, átta árum eftir að reglugerðin tók gildi hér á landi.Fatlað fólk á rétt á því að gerðar séu raunhæfar viðbótarráðstafanir sem miða að því að auka þátttöku þess í atvinnu- og félagslífi samkvæmt tilmælum frá EES. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Anton „Þegar ég fékk „bláa“ kortið þar fylgdi með klukkuspjald og þykk bók með leiðbeiningum um hvernig ætti að nota það í hinum ýmsu löndum í Evrópu. Hér heima fékk ég bláa kortið og þegar ég spurði um leiðbeiningar var fátt um svör. Þegar ég spurði hvar ég gæti fengið þær upplýsingar var mér bent á ríkislögreglustjóra,“ útskýrir Ólafur. „Ég fór þangað og hafði tal af honum. Hann sagði orðrétt: „Þessum tilmælum frá ráði Evrópubandalagsins var fleygt í okkur og okkur gert að hafa þetta klárt eftir tvo mánuði. Þess vegna er þessi hráa reglugerð um þetta.“ Hann segir þetta vont ástand. „Þú sérð að útlendingar sem eiga að nota þessi skírteini hér fá aldrei neinar upplýsingar um hvernig eigi að nota þau.“ Erfitt reyndist fyrir blaðamann að fá svör um málið þegar eftir því var leitað. Hver vísaði á annan. „Útgáfa P-korta er hjá sýslu mönnum, en ekki embætti ríkislögreglustjóra. Því er rétt að beina erindinu til sýslumanns,“ sagði í svari frá ríkislögreglustjóra. Sýslumaður staðfesti að engar leiðbeiningar fylgdu með útgáfu kortanna aðrar en þær sem koma fram á bakhlið þess. Innanríkisráðuneytið tók reglugerðina til endurskoðunar árið 2010 en niðurstaða fékkst ekki í málið þá og það bíður enn úrlausnar í ráðuneytinu. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Hvergi er hægt að nálgast upplýsingar um notkun á stæðiskortum fyrir hreyfihamlaða á Íslandi þrátt fyrir að sameiginlega EES-nefndin hafi mælst til þess að aðildarríki gerðu notendum það kleift í tilmælum sem komu upphaflega frá ráði Evrópubandalagsins árið 1998. Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða tók gildi á Íslandi árið 2000 eftir að sameiginlega EES-nefndin tók upp í EES-samninginn fyrrnefnd tilmæli um bílastæðakort fyrir fatlaða. Þar segir: „Láta ber korthöfum í té allar upplýsingar um skilyrði fyrir notkun kortanna í aðildarríkjunum.“Takmarkaðar leiðbeiningar Allar þær upplýsingar sem hægt er að fá um notkun kortsins eru á bakhlið þess eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.Auk þessa er lagt til við aðildarríkin að þau „láti í té, á grundvelli tæknilegs upplýsingablaðs, sem framkvæmdastjórnin lætur útbúa, yfirlit yfir notkunarskilyrði í mismunandi ríkjum Evrópusambandsins þegar bílastæðakort er gefið út handa fötluðum einstaklingi að beiðni hans“. Stæðiskortin má nota í öllum ríkjum sem eiga aðild að EES-samningnum en þau eru 31 talsins. Í tilmælunum er lögð áhersla á réttindi fatlaðs fólks til þátttöku í atvinnu- og félagslífi. Því eigi fatlaðir að geta nýtt sér bílastæðakort sitt alls staðar í bandalaginu í samræmi við reglur í landi hverju. Ólafur Ísleifsson er öryrki sem þarf að nýta sér stæðiskortin. Hann flutti til Íslands árið 2008 frá Englandi, átta árum eftir að reglugerðin tók gildi hér á landi.Fatlað fólk á rétt á því að gerðar séu raunhæfar viðbótarráðstafanir sem miða að því að auka þátttöku þess í atvinnu- og félagslífi samkvæmt tilmælum frá EES. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Anton „Þegar ég fékk „bláa“ kortið þar fylgdi með klukkuspjald og þykk bók með leiðbeiningum um hvernig ætti að nota það í hinum ýmsu löndum í Evrópu. Hér heima fékk ég bláa kortið og þegar ég spurði um leiðbeiningar var fátt um svör. Þegar ég spurði hvar ég gæti fengið þær upplýsingar var mér bent á ríkislögreglustjóra,“ útskýrir Ólafur. „Ég fór þangað og hafði tal af honum. Hann sagði orðrétt: „Þessum tilmælum frá ráði Evrópubandalagsins var fleygt í okkur og okkur gert að hafa þetta klárt eftir tvo mánuði. Þess vegna er þessi hráa reglugerð um þetta.“ Hann segir þetta vont ástand. „Þú sérð að útlendingar sem eiga að nota þessi skírteini hér fá aldrei neinar upplýsingar um hvernig eigi að nota þau.“ Erfitt reyndist fyrir blaðamann að fá svör um málið þegar eftir því var leitað. Hver vísaði á annan. „Útgáfa P-korta er hjá sýslu mönnum, en ekki embætti ríkislögreglustjóra. Því er rétt að beina erindinu til sýslumanns,“ sagði í svari frá ríkislögreglustjóra. Sýslumaður staðfesti að engar leiðbeiningar fylgdu með útgáfu kortanna aðrar en þær sem koma fram á bakhlið þess. Innanríkisráðuneytið tók reglugerðina til endurskoðunar árið 2010 en niðurstaða fékkst ekki í málið þá og það bíður enn úrlausnar í ráðuneytinu.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira