Slysum fækkar samhliða dýrara ökunámi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 12:00 Guðbrandur hefur margra áratuga reynslu af ökukennslu. Vísir/Pjetur Kostnaður við ökunám hefur hækkað á síðastliðnum árum en samhliða því hefur slysum ungra ökumanna fækkað. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið viðaði að sér frá Ökukennarafélagi Íslands var kostnaður við ökunám árið 2004 alls 124.700 krónur, sem framreiknað til vísitölu dagsins í dag eru 225.392 krónur. Námið kostar nú alls 286.700 krónur. Þetta er 27,2 prósenta hækkun. Hækkunin skýrist að einhverju leyti af því að nýju skyldunámskeiði var bætt við árið 2009 en hann kallast Ökuskóli 3. Fyrir þurftu allir nemendur einungis að sitja tvö námskeið, Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2. Ökuskóli 3 er fimm tíma námskeið þar sem eru þrír verklegir tímar og tveir bóklegir. Heildartímafjöldi námsins hefur því hækkað. Nemendur þurfa þar að auki að sækja verklega tíma ásamt ökukennara sem oftast eru tuttugu talsins.Breytingar dragi úr slysatíðni „Ég er sannfærður um það að þessar breytingar sem hafa orðið á ökunámi hafa dregið úr slysatíðni og aukið hæfi ökumanna,“ segir Guðbrandur Bogason, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur um fjörutíu ára reynslu af ökukennslu. Árið 2000 var hlutdeild ungra ökumanna um 36 prósent í umferðarslysum en sú tala hefur nú lækkað um 8 prósent eða niður í 28 prósent allra slysa. „Þetta er ekki bara betri kennsla þó að það sé stórt atriði,“ segir Guðbrandur. „Það er margt sem spilar þarna inn í. Til að mynda ákveðin eftirfylgni eins og með punktakerfinu. Ég held líka að meiri virkni innan fjölskyldu unga fólksins hafi áhrif.“ Guðbrandur hefur verið talsmaður þess að bílprófsaldur verði hækkaður en hann er nú 17 ár. Ungt fólk fær æfingaleyfi ári fyrr. Guðbrandur bendir á að bílar séu þau tæki í sögunni sem hafi valdið hvað flestum dauðsföllum. „Þú færð ekki byssuleyfi þetta gamall,“ segir hann. „Þú ert ekki einu sinni ábyrgur fyrir því tjóni sem þú veldur.“ Hann telur ólíklegt að aldurinn verði nokkurn tímann hækkaður meira en upp í 18 ára aldurinn. „Ég tel að til að það sé kominn sá þroski sem til þarf þá þurfi fólk að vera orðið tvítugt. En þetta er mín persónulega skoðun. Ég tek það fram.“ Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Kostnaður við ökunám hefur hækkað á síðastliðnum árum en samhliða því hefur slysum ungra ökumanna fækkað. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið viðaði að sér frá Ökukennarafélagi Íslands var kostnaður við ökunám árið 2004 alls 124.700 krónur, sem framreiknað til vísitölu dagsins í dag eru 225.392 krónur. Námið kostar nú alls 286.700 krónur. Þetta er 27,2 prósenta hækkun. Hækkunin skýrist að einhverju leyti af því að nýju skyldunámskeiði var bætt við árið 2009 en hann kallast Ökuskóli 3. Fyrir þurftu allir nemendur einungis að sitja tvö námskeið, Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2. Ökuskóli 3 er fimm tíma námskeið þar sem eru þrír verklegir tímar og tveir bóklegir. Heildartímafjöldi námsins hefur því hækkað. Nemendur þurfa þar að auki að sækja verklega tíma ásamt ökukennara sem oftast eru tuttugu talsins.Breytingar dragi úr slysatíðni „Ég er sannfærður um það að þessar breytingar sem hafa orðið á ökunámi hafa dregið úr slysatíðni og aukið hæfi ökumanna,“ segir Guðbrandur Bogason, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur um fjörutíu ára reynslu af ökukennslu. Árið 2000 var hlutdeild ungra ökumanna um 36 prósent í umferðarslysum en sú tala hefur nú lækkað um 8 prósent eða niður í 28 prósent allra slysa. „Þetta er ekki bara betri kennsla þó að það sé stórt atriði,“ segir Guðbrandur. „Það er margt sem spilar þarna inn í. Til að mynda ákveðin eftirfylgni eins og með punktakerfinu. Ég held líka að meiri virkni innan fjölskyldu unga fólksins hafi áhrif.“ Guðbrandur hefur verið talsmaður þess að bílprófsaldur verði hækkaður en hann er nú 17 ár. Ungt fólk fær æfingaleyfi ári fyrr. Guðbrandur bendir á að bílar séu þau tæki í sögunni sem hafi valdið hvað flestum dauðsföllum. „Þú færð ekki byssuleyfi þetta gamall,“ segir hann. „Þú ert ekki einu sinni ábyrgur fyrir því tjóni sem þú veldur.“ Hann telur ólíklegt að aldurinn verði nokkurn tímann hækkaður meira en upp í 18 ára aldurinn. „Ég tel að til að það sé kominn sá þroski sem til þarf þá þurfi fólk að vera orðið tvítugt. En þetta er mín persónulega skoðun. Ég tek það fram.“
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira