Íslendingar eru alltaf að verða umburðarlyndari Kristjana Arnarsdóttir skrifar 18. júlí 2014 10:00 Fréttablaðið/Daníel „Tónlistin hefur þannig lagað séð alltaf fylgt mér en ég var ekkert endilega ákveðin í því að feta þennan veg þegar ég var lítil. Þá hafði ég allt aðra drauma. Þrettán ára byrjaði ég að spila og syngja, fékk þá kóngabláan rafmagnsgítar og magnara í fermingargjöf. Í kjölfarið byrjaði ég í rokkbandi. Það náði reyndar ekki neinu flugi, enda ekki beint minn kaffibolli,“ segir tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir, öllu betur þekkt undir listamannsnafninu Elín Ey, um upphafið að tónlistarferlinum. Elín á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana en hún kemur úr stórri fjölskyldu hæfileikaríks tónlistarfólks. Foreldrar hennar eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og öll systkini Elínar hafa komið við sögu í tónlistinni. „Það var aldrei nein pressa frá mömmu og pabba að við færum í tónlistina. Ég held að þau hefðu verið alveg jafn ánægð ef við hefðum farið í aðra átt en svona þróaðist þetta.“ Elín og eldri systur hennar tvær, Sigríður og Elísabet, stofnuðu hljómsveitina Sísý Ey fyrir nokkrum árum þegar sameiginleg vinkona benti þeim á að þær hefðu alla burði til þess að stofna band. „Vinkona okkar, Carmen Jóhannsdóttir, kynnti mig fyrir þessari house-tónlistarstefnu og var með hugmynd um að við systurnar myndum syngja saman. Við vorum allar til í þetta, höfðum vissulega sungið eitthvað saman áður en ekki svona. Við fengum svo Friðfinn Oculus til liðs við okkur og Carmen var okkur innan handar við lagasmíðarnar,“ segir Elín. Fyrsta lag hljómsveitarinnar, Ain't Got Nobody, sló rækilega í gegn og fékk mikla spilun hjá plötusnúðum landsins. Í kjölfarið snerust hjólin hratt, hljómsveitin spilaði á Sónar-hátíðinni hér heima sem og í Stokkhólmi og í Barcelona. „Þetta var alveg magnað. Sónar er frábær hátíð og vel að öllu staðið. Barcelona var allt annar skali, við höfðum auðvitað aldrei spilað á svona stórri hátíð. En við fengum mjög fínar viðtökur sem var alveg frábært.“ Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar er í bígerð og segir Elín hana svo gott sem tilbúna. „Á plötunni verða lög sem við höfum samið saman og mun svipa til þess sem við höfum áður sent frá okkur. Okkur gengur vel að semja saman sem er frábært því það er alls ekki sjálfgefið að systur geti unnið svona náið saman. Þar að auki eru mamma og pabbi ánægð með okkur, þessi tónlist er heldur ný fyrir þeim en þau eru að fíla þetta.“ Erfitt að semja á íslenskuElín hefur undanfarið unnið að gerð sólóplötu sem hún segir að verði töluvert persónulegri en það sem hún hefur áður sent frá sér. „Vinnan við plötuna hefur tekið mjög langan tíma. Ég hef alltaf samið á ensku og meira í einhverjum kántrí-blúsfíling. Svo fékk ég þessa flugu í höfuðið að gera plötu á íslensku og það hefur tekið lengri tíma, mér finnst erfiðara að semja á íslensku. Það er persónulegra og á sama tíma er það krefjandi að koma orðunum frá sér án þess að þau hljómi klisjulega. Ég hef verið að skoða gömul íslensk ljóð og fara aftur í gamla tímann,“ segir Elín, sem vonast til þess að platan verði tilbúin á þessu ári. „Ég er með svolítinn verkkvíða og verð að passa mig á því að fara ekki út í of mikla fullkomnunaráráttu með þetta allt saman. En ég hlakka mikið til að gefa hana út.” Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu. Hér eru þær saman með dóttur Hörpu, Emblu.Það rann upp fyrir Elínu á unglingsárunum að hún væri samkynhneigð. Hún segir fjölskylduna hafa tekið þeim fregnum afar vel. „Það tóku allir þessu rosalega vel og það má segja að ég hafi verið mjög heppin. Það var mjög erfitt á sínum tíma að finnast maður frábrugðinn öðrum. Ég kem út úr skápnum þegar ég er sextán ára og kynnist þá stelpu sem var í sambandi með konu. Það var þá sem ég sá að þetta var algjörlega eðlilegt en ég hafði aldrei áður þekkt neinn sem var samkynhneigður.“ Hún segir Ísland standa afar framarlega þegar kemur að stöðu samkynhneigðra. „Hér ríkir ofboðslegt frelsi til þess að vera maður sjálfur og Íslendingar eru alltaf að verða umburðarlyndari og eru sem betur fer farnir að minnka það mikið að skilgreina fólk. Það á ekki að þurfa að skilgreina hvað maður er, hvort maður er samkynhneigður, gagnkynhneigður eða bara hvað sem er. Í dag eru flestir hættir að spá í þetta og það er ómetanlegt að finna stuðninginn hér á Íslandi,“ segir Elín, og bætir við að eldri systir hennar, Elísabet, sé einnig samkynhneigð. Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu, en þær hafa verið saman í eitt ár. „Harpa er frábær. Hún er mér mikill innblástur í tónlistinni og veitir mér stuðning. Embla dóttir hennar er líka dásamleg og við erum miklir vinir.“Talið berst að framtíðinni en þar verður tónlistin í forgrunni. „Ég gæti hugsað mér að flytja til Bandaríkjanna einhvern tíma, hvort sem það verður til þess að elta tónlistina eða bara skipta aðeins um umhverfi og sækja nýjan innblástur. Í haust ætla ég að drífa mig í FÍH og bæta við mig tónfræði og hljómfræði, ég finn að ég klessi stundum á vegg þegar ég er að semja tónlist því þá er ég ekki með þessa grundvallarkunnáttu. En þá er frábært að bæta því við sig. Annars ætla ég að setja sólóplötuna á fullt núna, hún er um það bil hálfnuð. Ég næ þá kannski tveimur plötum fyrir jólin, það væri æðislegt.“ Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
„Tónlistin hefur þannig lagað séð alltaf fylgt mér en ég var ekkert endilega ákveðin í því að feta þennan veg þegar ég var lítil. Þá hafði ég allt aðra drauma. Þrettán ára byrjaði ég að spila og syngja, fékk þá kóngabláan rafmagnsgítar og magnara í fermingargjöf. Í kjölfarið byrjaði ég í rokkbandi. Það náði reyndar ekki neinu flugi, enda ekki beint minn kaffibolli,“ segir tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir, öllu betur þekkt undir listamannsnafninu Elín Ey, um upphafið að tónlistarferlinum. Elín á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana en hún kemur úr stórri fjölskyldu hæfileikaríks tónlistarfólks. Foreldrar hennar eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og öll systkini Elínar hafa komið við sögu í tónlistinni. „Það var aldrei nein pressa frá mömmu og pabba að við færum í tónlistina. Ég held að þau hefðu verið alveg jafn ánægð ef við hefðum farið í aðra átt en svona þróaðist þetta.“ Elín og eldri systur hennar tvær, Sigríður og Elísabet, stofnuðu hljómsveitina Sísý Ey fyrir nokkrum árum þegar sameiginleg vinkona benti þeim á að þær hefðu alla burði til þess að stofna band. „Vinkona okkar, Carmen Jóhannsdóttir, kynnti mig fyrir þessari house-tónlistarstefnu og var með hugmynd um að við systurnar myndum syngja saman. Við vorum allar til í þetta, höfðum vissulega sungið eitthvað saman áður en ekki svona. Við fengum svo Friðfinn Oculus til liðs við okkur og Carmen var okkur innan handar við lagasmíðarnar,“ segir Elín. Fyrsta lag hljómsveitarinnar, Ain't Got Nobody, sló rækilega í gegn og fékk mikla spilun hjá plötusnúðum landsins. Í kjölfarið snerust hjólin hratt, hljómsveitin spilaði á Sónar-hátíðinni hér heima sem og í Stokkhólmi og í Barcelona. „Þetta var alveg magnað. Sónar er frábær hátíð og vel að öllu staðið. Barcelona var allt annar skali, við höfðum auðvitað aldrei spilað á svona stórri hátíð. En við fengum mjög fínar viðtökur sem var alveg frábært.“ Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar er í bígerð og segir Elín hana svo gott sem tilbúna. „Á plötunni verða lög sem við höfum samið saman og mun svipa til þess sem við höfum áður sent frá okkur. Okkur gengur vel að semja saman sem er frábært því það er alls ekki sjálfgefið að systur geti unnið svona náið saman. Þar að auki eru mamma og pabbi ánægð með okkur, þessi tónlist er heldur ný fyrir þeim en þau eru að fíla þetta.“ Erfitt að semja á íslenskuElín hefur undanfarið unnið að gerð sólóplötu sem hún segir að verði töluvert persónulegri en það sem hún hefur áður sent frá sér. „Vinnan við plötuna hefur tekið mjög langan tíma. Ég hef alltaf samið á ensku og meira í einhverjum kántrí-blúsfíling. Svo fékk ég þessa flugu í höfuðið að gera plötu á íslensku og það hefur tekið lengri tíma, mér finnst erfiðara að semja á íslensku. Það er persónulegra og á sama tíma er það krefjandi að koma orðunum frá sér án þess að þau hljómi klisjulega. Ég hef verið að skoða gömul íslensk ljóð og fara aftur í gamla tímann,“ segir Elín, sem vonast til þess að platan verði tilbúin á þessu ári. „Ég er með svolítinn verkkvíða og verð að passa mig á því að fara ekki út í of mikla fullkomnunaráráttu með þetta allt saman. En ég hlakka mikið til að gefa hana út.” Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu. Hér eru þær saman með dóttur Hörpu, Emblu.Það rann upp fyrir Elínu á unglingsárunum að hún væri samkynhneigð. Hún segir fjölskylduna hafa tekið þeim fregnum afar vel. „Það tóku allir þessu rosalega vel og það má segja að ég hafi verið mjög heppin. Það var mjög erfitt á sínum tíma að finnast maður frábrugðinn öðrum. Ég kem út úr skápnum þegar ég er sextán ára og kynnist þá stelpu sem var í sambandi með konu. Það var þá sem ég sá að þetta var algjörlega eðlilegt en ég hafði aldrei áður þekkt neinn sem var samkynhneigður.“ Hún segir Ísland standa afar framarlega þegar kemur að stöðu samkynhneigðra. „Hér ríkir ofboðslegt frelsi til þess að vera maður sjálfur og Íslendingar eru alltaf að verða umburðarlyndari og eru sem betur fer farnir að minnka það mikið að skilgreina fólk. Það á ekki að þurfa að skilgreina hvað maður er, hvort maður er samkynhneigður, gagnkynhneigður eða bara hvað sem er. Í dag eru flestir hættir að spá í þetta og það er ómetanlegt að finna stuðninginn hér á Íslandi,“ segir Elín, og bætir við að eldri systir hennar, Elísabet, sé einnig samkynhneigð. Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu, en þær hafa verið saman í eitt ár. „Harpa er frábær. Hún er mér mikill innblástur í tónlistinni og veitir mér stuðning. Embla dóttir hennar er líka dásamleg og við erum miklir vinir.“Talið berst að framtíðinni en þar verður tónlistin í forgrunni. „Ég gæti hugsað mér að flytja til Bandaríkjanna einhvern tíma, hvort sem það verður til þess að elta tónlistina eða bara skipta aðeins um umhverfi og sækja nýjan innblástur. Í haust ætla ég að drífa mig í FÍH og bæta við mig tónfræði og hljómfræði, ég finn að ég klessi stundum á vegg þegar ég er að semja tónlist því þá er ég ekki með þessa grundvallarkunnáttu. En þá er frábært að bæta því við sig. Annars ætla ég að setja sólóplötuna á fullt núna, hún er um það bil hálfnuð. Ég næ þá kannski tveimur plötum fyrir jólin, það væri æðislegt.“
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira