Gaf Íslandi veggmynd Baldvin Þormóðsson skrifar 17. júlí 2014 16:00 Oliver Luckett hefur mikla trú á listasenunni í Reykjavík og vill efla samstarf á milli landa. mynd/aðsend Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend Íslandsvinir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend
Íslandsvinir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira