Gaf Íslandi veggmynd Baldvin Þormóðsson skrifar 17. júlí 2014 16:00 Oliver Luckett hefur mikla trú á listasenunni í Reykjavík og vill efla samstarf á milli landa. mynd/aðsend Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend Íslandsvinir Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend
Íslandsvinir Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira