Innlent

Rannsókn um minnkandi kjörsókn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir undirritaði samstarfssamning í gær.
Hanna Birna Kristjánsdóttir undirritaði samstarfssamning í gær. vísir/stefán
Innanríkisráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér rannsókn á minnkandi kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðnum.

Kjörsókn í nýliðnum kosningum var minni en hún hefur nokkru sinni verið í lýðveldissögunni og mun rannsóknin kanna ástæður fyrir því. Leitað verður svara við af hverju kjósendur tóku þátt og ekki, hvaða áhrif það hafði og hvernig hægt væri að bregðast við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×