Innlent

Þróunarsamvinna Íslands og Namibíu skilar árangri

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið sambærilega fiskstjórnunarverkefni í Úganda.
Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið sambærilega fiskstjórnunarverkefni í Úganda. Gunni Sal
Framlag Íslands til þróunarsamvinnu í Namibíu á tuttugu ára tímabili skilaði markverðum árangri samkvæmt nýrri óháðri úttekt.

Stuðningur Íslands tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla og efla innlendar stofnanir eins og sjávarútvegsráðuneyti.

Markverður árangur hefur náðst í að aðstoða ríkið við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum þess og byggja upp sjávarútveg innanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×