Innlent

Dópaður undir stýri tvö kvöld í röð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla stöðvaði sama piltinn tvisvar um helgina.
Lögregla stöðvaði sama piltinn tvisvar um helgina. Fréttablaðið/Vilhelm
Átján ára piltur var handtekinn tvsivar fyrir fíkniefnaakstur síðastliðna helgi.

Aðfaranótt laugardags var hann stöðvaður undir áhrifum í Ártúnsholti. Nóttina eftir var hann tekinn aftur á öðrum bíl í Grafarvogi. Fyrr í júní var einnig stöðvaður af sömu ástæðu.

Auk þessa síbrotamanns handtók lögreglan tuttugu og einn ökumann fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um liðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×