Innlent

Garðyrkjustjóri fæst ekki vestur

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Nú vantar mannskap til sláttustarfa fyrir vestan.
Nú vantar mannskap til sláttustarfa fyrir vestan. Vísir/Pjetur
Ísfirðingar hafa í tvö ár auglýst eftir garðyrkjustjóra án árangurs. Þar að auki vantar fólk til sláttustarfa.

„Við höfum viljað sinna þessu betur en það hefur bara ekki fengist fólk til þess,“ segir Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri. Fimm manns vanti til sláttu- og umhverfisstarfa. Til að bæta gráu ofan á svart séu starfsmenn vinnuskólans óvenju fámennir í ár. Nokkuð er því kvartað yfir grasvextinum að sögn Gísla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×