Telur lífeyrissjóði geta sótt milljarða til matsfyrirtækja Brjánn Jónasson skrifar 1. júlí 2014 06:15 Sigurður Örn Ágústsson segir lífeyrissjóðina hafa sýnt því lítinn áhuga að fara í mál við matsfyrirtækin. Fréttablaðið/GVA Íslensku lífeyrissjóðirnir eiga möguleika á að endurheimt tug eða tugi milljarða króna sem þeir töpuðu í hruninu haustið 2008 með því að höfða mál gegn erlendum matsfyrirtækjum. „Það er ekki bara skynsamlegt heldur líka skylda lífeyrissjóðanna að láta á þetta reyna til fulls,“ skrifar Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag. Í greininni rekur Sigurður hvernig hann hefur reynt að aðstoða bandaríska málflutningsstofu við að komast í samband við lífeyrissjóðina, og leiða þeim fyrir sjónir það tækifæri sem gæti falist í slíkum málaferlum. „Lífeyrissjóðirnir hafa að mínu mati sýnt málinu lítinn áhuga,“ skrifar Sigurður. Stóru matsfyrirtækin þrjú, Standard og Poor's, Fitch Ratings og Moody's, ofmátu öll verulega styrkleika íslensku bankanna fyrir hrun og vanmátu áhættuna sem stjórnendur þeirra tóku. Mat fyrirtækjanna hafði áhrif á hvort verðbréf og skuldabréf voru keypt, seld eða haldið. Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu um það bil fimmtungi eigna sinna í hruninu. Sigurður segir að áætlað sé að um helmingurinn, um 150 milljarðar króna, hafi verið hlutabréf í íslensku bönkunum. Sigurður segir í grein sinni að matsfyrirtækin hafi að undanförnu tapað málum og samið um bætur við erlend fyrirtæki og sjóði sem hafi sett fram bótakröfur vegna skaðlegrar ráðgjafar fyrirtækjanna fyrir hrun. Það mun kosta allt að 200 þúsund Bandaríkjadali, tæpar 23 milljónir króna, að fara í saumana á samskiptum matsfyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna. Leiði matið í ljós að ekki séu efni til málshöfðunar leggst ekki meiri kostnaður á lífeyrissjóðina, skrifar Sigurður. Ákveði sjóðirnir að fara í mál þurfi að fjármagna málaferli í Bandaríkjunum, sem geti verið afar kostnaðarsöm og langdregin. Sjóðir sem sérhæfa sig í að fjármagna slík málaferli hafa þegar gefið til kynna að þeir vildu fjármagna málaferlin gegn hlutdeild í ávinningi, skrifar Sigurður. „Ég hef talað um þetta fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og fyrirsvarsmanna í lífeyrissjóðakerfinu. Finnst virkilega engum skipta máli hvort hægt sé að endurheimta tug eða tugi milljarða í lífeyrissjóðakerfið?“ Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Íslensku lífeyrissjóðirnir eiga möguleika á að endurheimt tug eða tugi milljarða króna sem þeir töpuðu í hruninu haustið 2008 með því að höfða mál gegn erlendum matsfyrirtækjum. „Það er ekki bara skynsamlegt heldur líka skylda lífeyrissjóðanna að láta á þetta reyna til fulls,“ skrifar Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag. Í greininni rekur Sigurður hvernig hann hefur reynt að aðstoða bandaríska málflutningsstofu við að komast í samband við lífeyrissjóðina, og leiða þeim fyrir sjónir það tækifæri sem gæti falist í slíkum málaferlum. „Lífeyrissjóðirnir hafa að mínu mati sýnt málinu lítinn áhuga,“ skrifar Sigurður. Stóru matsfyrirtækin þrjú, Standard og Poor's, Fitch Ratings og Moody's, ofmátu öll verulega styrkleika íslensku bankanna fyrir hrun og vanmátu áhættuna sem stjórnendur þeirra tóku. Mat fyrirtækjanna hafði áhrif á hvort verðbréf og skuldabréf voru keypt, seld eða haldið. Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu um það bil fimmtungi eigna sinna í hruninu. Sigurður segir að áætlað sé að um helmingurinn, um 150 milljarðar króna, hafi verið hlutabréf í íslensku bönkunum. Sigurður segir í grein sinni að matsfyrirtækin hafi að undanförnu tapað málum og samið um bætur við erlend fyrirtæki og sjóði sem hafi sett fram bótakröfur vegna skaðlegrar ráðgjafar fyrirtækjanna fyrir hrun. Það mun kosta allt að 200 þúsund Bandaríkjadali, tæpar 23 milljónir króna, að fara í saumana á samskiptum matsfyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna. Leiði matið í ljós að ekki séu efni til málshöfðunar leggst ekki meiri kostnaður á lífeyrissjóðina, skrifar Sigurður. Ákveði sjóðirnir að fara í mál þurfi að fjármagna málaferli í Bandaríkjunum, sem geti verið afar kostnaðarsöm og langdregin. Sjóðir sem sérhæfa sig í að fjármagna slík málaferli hafa þegar gefið til kynna að þeir vildu fjármagna málaferlin gegn hlutdeild í ávinningi, skrifar Sigurður. „Ég hef talað um þetta fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og fyrirsvarsmanna í lífeyrissjóðakerfinu. Finnst virkilega engum skipta máli hvort hægt sé að endurheimta tug eða tugi milljarða í lífeyrissjóðakerfið?“
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira