Flúði til Noregs undan hagræðingunni Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Jón Páll Jakobsson rær og fiskar við Noregsstrendur. Íslenskir sjómenn sem reynt hafa að stíga ölduna í minni útgerðum hér á landi virðast nú hafa fundið fjölina sína í Noregi. Einn þeirra er Jón Páll Jakobsson sem keypti sér átta tonna bát í mars síðastliðnum og gerir hann nú út á ýsuveiðar í Bátsfirði skammt frá landamærum Rússlands. „Ég veit að minnsta kosti um sex aðra Íslendinga sem eru að koma ár sinni fyrir borð í Noregi rétt eins og ég,“ segir hann.Fær níu daga á Arnarfirði Jón Páll hafði reynt um langt skeið að starfrækja litla útgerð frá Vestfjörðum en eins hefur hann unnið lengi sem stýrimaður og skipsstjóri. „Ég stunda reyndar ennþá rækjuveiðar í Arnarfirði, ég fékk níu daga á þessu fiskveiðiári svo það er nægur tími til að gera eitthvað annað,“ segir Jón. Varðandi tækifæri fyrir minni útgerðir hér á landi segist hann hugsanlega geta veitt fyrir fjórar milljónir í íslenska kerfinu á sumarvertíðinni en takmark hans er að veiða fyrir 20 milljónir íslenskra króna á sumarvertíðinni í Bátsfirði. „Hér er mikið um trillukarla og ég get ekki betur séð en að þeir hafi það gott. Þannig að ég kann ósköp vel við mig hérna. Maður verður ekki var við þessa græðgi sem svo mjög er við lýði heima þar sem allt þarf að vera svo mikið og stórt. Það er líka gott að fá hvíld frá þessari svokölluðu hagræðingu sem er guðspjall hvers einasta dags heima en það fylgir ekki því fagnaðarerindi fyrir hverja hagræðingin er. Þeir virðast ekki vera svo margir,“ segir hann.Jakob bundinn við norskan kæja Þetta fley færir Jóni Páli tækifærin sem hann leitaði að á Íslandi.Fékk rúman byrjandakvóta Sjómennskuna hefur Jón Páll stundað í Noregi síðustu ár og því verið skráður þar sem fiskimaður og sem slíkur átti hann þess kost að fá byrjendakvóta sem er afar rúmur. Hann keypti bátinn, sem ber nafnið Jakob, fyrir um átta milljónir íslenskra króna en hefur svo þurft að lagfæra hann fyrir eina og hálfa milljón. Þegar hausta tekur mun Jón Páll færa sig suður og hefja þorskveiðar við Lófóten-eyjaklasann. Svo er stefnan tekin í Arnarfjörð fyrir þá fáu daga sem gefast til rækjuveiða. Jón Páll hefur marga fjöruna sopið í sjómennskunni hérlendis. Hann var til dæmis skipstjóri á Hallgrími sem síðar fékk einkennisstafina SI 77, en það skip sökk eins og alþjóð veit utan við Noregi árið 2012 og fórust þrír menn með því. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Íslenskir sjómenn sem reynt hafa að stíga ölduna í minni útgerðum hér á landi virðast nú hafa fundið fjölina sína í Noregi. Einn þeirra er Jón Páll Jakobsson sem keypti sér átta tonna bát í mars síðastliðnum og gerir hann nú út á ýsuveiðar í Bátsfirði skammt frá landamærum Rússlands. „Ég veit að minnsta kosti um sex aðra Íslendinga sem eru að koma ár sinni fyrir borð í Noregi rétt eins og ég,“ segir hann.Fær níu daga á Arnarfirði Jón Páll hafði reynt um langt skeið að starfrækja litla útgerð frá Vestfjörðum en eins hefur hann unnið lengi sem stýrimaður og skipsstjóri. „Ég stunda reyndar ennþá rækjuveiðar í Arnarfirði, ég fékk níu daga á þessu fiskveiðiári svo það er nægur tími til að gera eitthvað annað,“ segir Jón. Varðandi tækifæri fyrir minni útgerðir hér á landi segist hann hugsanlega geta veitt fyrir fjórar milljónir í íslenska kerfinu á sumarvertíðinni en takmark hans er að veiða fyrir 20 milljónir íslenskra króna á sumarvertíðinni í Bátsfirði. „Hér er mikið um trillukarla og ég get ekki betur séð en að þeir hafi það gott. Þannig að ég kann ósköp vel við mig hérna. Maður verður ekki var við þessa græðgi sem svo mjög er við lýði heima þar sem allt þarf að vera svo mikið og stórt. Það er líka gott að fá hvíld frá þessari svokölluðu hagræðingu sem er guðspjall hvers einasta dags heima en það fylgir ekki því fagnaðarerindi fyrir hverja hagræðingin er. Þeir virðast ekki vera svo margir,“ segir hann.Jakob bundinn við norskan kæja Þetta fley færir Jóni Páli tækifærin sem hann leitaði að á Íslandi.Fékk rúman byrjandakvóta Sjómennskuna hefur Jón Páll stundað í Noregi síðustu ár og því verið skráður þar sem fiskimaður og sem slíkur átti hann þess kost að fá byrjendakvóta sem er afar rúmur. Hann keypti bátinn, sem ber nafnið Jakob, fyrir um átta milljónir íslenskra króna en hefur svo þurft að lagfæra hann fyrir eina og hálfa milljón. Þegar hausta tekur mun Jón Páll færa sig suður og hefja þorskveiðar við Lófóten-eyjaklasann. Svo er stefnan tekin í Arnarfjörð fyrir þá fáu daga sem gefast til rækjuveiða. Jón Páll hefur marga fjöruna sopið í sjómennskunni hérlendis. Hann var til dæmis skipstjóri á Hallgrími sem síðar fékk einkennisstafina SI 77, en það skip sökk eins og alþjóð veit utan við Noregi árið 2012 og fórust þrír menn með því.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira