Innlent

Tveir ákærðir fyrir brot á fiskveiðilögum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjómaður verkar þorsk á Ísafirði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sjómaður verkar þorsk á Ísafirði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Stefán
Fiskveiðifyrirtækin Iceland ProFishing ehf. á Flateyri og Glað ehf. í Bolungarvík hafa bæði verið ákærð fyrir brot á fiskveiðilögum. Frá þessu greinir á vef BB.

Báðum er gefið að sök að hafa landað afla án tilskilinna leyfa. Meðal annars segir í ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum að Iceland ProFishing hafi í fyrrahaust landað rúmlega 300 kílóum af þorski án frístundaveiðileyfis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×