Innlent

Fá 1,2 milljónir fyrir þátttöku

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Landmannalaugar eru vinsæll ferðamannastaður og ástandið þar ber þess vitni.
Landmannalaugar eru vinsæll ferðamannastaður og ástandið þar ber þess vitni. Fréttablaðið/Vilhelm
Sveitarfélagið Rangárþing ytra hefur nú efnt til forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmannalaugasvæðisins.

„Það verður reynt að hafa gott yfirbragð og góðan faglegan blæ á þessu öllu saman,“ sagði Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti sveitarfélagsins, í samtali við Fréttablaðið í maí þegar fyrst var greint frá keppninni. Sérstök dómnefnd velur teymin og gætir fyllsta trúnaðar.

Umsóknarfrestur er til 10. júlí og verða 3–4 hópar valdir. Fá þeir allir 1,2 milljónir fyrir þátttöku sína.

Nánari upplýsingar má finna á honnunarmistod.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×