Innlent

Látrabjarg styrkt um 14 milljónir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
 Látrabjarg, sem er á Vestfjörðum, er stærsta sjávarbjarg Íslands. Þar er mikið um lunda.
Látrabjarg, sem er á Vestfjörðum, er stærsta sjávarbjarg Íslands. Þar er mikið um lunda. Fréttablaðið/Stefán
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar fjórtán milljóna króna styrk frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Fjárstyrkurinn á alfarið að renna til Látrabjargs. Þar stendur til að hefja framkvæmdir við göngustíga og tryggja öryggi á staðnum.

Styrkurinn er sagður samræmast því hlutverki atvinnuvegaráðuneytisins að styðja við uppbyggingu á ferðamannastöðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×