Af hverju er HM 2014 svona skemmtileg? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2014 10:00 Robin van Persie skorar eitt af mörkum keppninnar gegn Spáni. Vísir/Getty Fótboltinn á HM í Brasilíu hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar, enda var okkur boðið í mikla knattspyrnuveislu þar sem nóg var af mörkum og nóg af dramatík. Spennan ætti alls ekki að minnka þegar útsláttarkeppnin fer í gang en þær sextán þjóðir sem standa uppréttar eftir riðlakeppnina sjá nú sjálfan heimsmeistaratitilinn í hillingum. Sextán þjóðir eru nú aðeins fjórum sigrum frá því að handleika hinn eftirsótta heimsmeistarabikar.1. Fullt af mörkum Það voru skoruð 136 mörk í riðlakeppninni eða aðeins níu mörkum minna en í allri heimsmeistarakeppninni fyrir fjórum árum og það eru enn sextán leikir eftir. Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins markaveislu á HM.2. Nóg af dramatík og spennu Það hefur ekki vantað dramatíkina í leiki riðlakeppninnar enda virtist alltaf vera von á einhverju. Margir leikjanna snerust líka við á lokakaflanum og stór þáttur í því var að varamenn hafa aldrei skorað svona mörg mörk á HM.3. Stóru liðin ekki örugg Fjórar þjóðir í efstu tíu sætunum á FIFA-listanum komust ekki áfram úr sínum riðlum og heims- og Evrópumeistarar Spánverja voru úr leik eftir aðeins tvo leiki.4. Skemmtilegt spútniklið Það er líka nóg af liðum sem hafa komið á óvart á HM með skemmtilegri spilamennsku og frábæru gengi en ekkert meira en lið Kólumbíumanna sem vann alla sína leiki. Liðið sem mætti til leiks án stærstu stjörnu sinnar er þegar betur er að gáð uppfullt af framtíðarstjörnum fótboltaheimsins. Hver hreifst heldur ekki af framgöngu Kostaríkumanna í einum af erfiðasta riðli keppninnar?5. Stórstjörnurnar standa sig Margir af bestu fótboltamenn heimsins hafa ekki kiknað undan pressunni á stærsta sviðinu. Barcelona-snillingarnir Neymar og Lionel Messi hafa báðir skorað fjögur flott mörk og farið fyrir sínum liðum og þá hefur hollenska tvíeykið Robin van Persie og Arjen Robben verið illviðráðanlegt á mótinu til þessa.6 Söngvarnir heyrast á ný Knattspyrnuáhugafólkið þarf ekki að pirra sig á vuvuzela-suðinu lengur og fær þess í stað söngva stuðningsmannanna og kjötkveðjuhátíðarstemmninguna á pöllunum heim í stofu. Að upplifa tilfinningaríka þjóðsöngva Ameríkuþjóðanna fyrir leik er orðinn ómissandi hluti af leikjunum.7. Við Íslendingar eigum fulltrúa Aron Jóhannsson varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik bandaríska landsliðsins. Aron hefur ekki fengið tækifærið í síðustu tveimur leikjum en íslenska þjóðin bíður spennt eftir því að Jürgen Klinsmann gefi honum tækifærið á ný.8. Vel heppnaðar nýjungar Það má ekki heldur gleyma tveimur vel heppnuðum nýjungum FIFA á HM í ár. Marklínutæknin sannaði gildi sitt og dómaraspreyið hefur síðan vakið verðskuldaða athygli og er frábær og sniðug lausn á leiðindavandamáli. Sumir dómarar þurftu reyndar tíma til að læra á spreyið en eftir nokkra froðuhóla og spreyjanir yfir skó eru þeir flestir farnir að fullkomna listina að nýta spreyið. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur frá Flórída til Kanada Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Fótboltinn á HM í Brasilíu hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar, enda var okkur boðið í mikla knattspyrnuveislu þar sem nóg var af mörkum og nóg af dramatík. Spennan ætti alls ekki að minnka þegar útsláttarkeppnin fer í gang en þær sextán þjóðir sem standa uppréttar eftir riðlakeppnina sjá nú sjálfan heimsmeistaratitilinn í hillingum. Sextán þjóðir eru nú aðeins fjórum sigrum frá því að handleika hinn eftirsótta heimsmeistarabikar.1. Fullt af mörkum Það voru skoruð 136 mörk í riðlakeppninni eða aðeins níu mörkum minna en í allri heimsmeistarakeppninni fyrir fjórum árum og það eru enn sextán leikir eftir. Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins markaveislu á HM.2. Nóg af dramatík og spennu Það hefur ekki vantað dramatíkina í leiki riðlakeppninnar enda virtist alltaf vera von á einhverju. Margir leikjanna snerust líka við á lokakaflanum og stór þáttur í því var að varamenn hafa aldrei skorað svona mörg mörk á HM.3. Stóru liðin ekki örugg Fjórar þjóðir í efstu tíu sætunum á FIFA-listanum komust ekki áfram úr sínum riðlum og heims- og Evrópumeistarar Spánverja voru úr leik eftir aðeins tvo leiki.4. Skemmtilegt spútniklið Það er líka nóg af liðum sem hafa komið á óvart á HM með skemmtilegri spilamennsku og frábæru gengi en ekkert meira en lið Kólumbíumanna sem vann alla sína leiki. Liðið sem mætti til leiks án stærstu stjörnu sinnar er þegar betur er að gáð uppfullt af framtíðarstjörnum fótboltaheimsins. Hver hreifst heldur ekki af framgöngu Kostaríkumanna í einum af erfiðasta riðli keppninnar?5. Stórstjörnurnar standa sig Margir af bestu fótboltamenn heimsins hafa ekki kiknað undan pressunni á stærsta sviðinu. Barcelona-snillingarnir Neymar og Lionel Messi hafa báðir skorað fjögur flott mörk og farið fyrir sínum liðum og þá hefur hollenska tvíeykið Robin van Persie og Arjen Robben verið illviðráðanlegt á mótinu til þessa.6 Söngvarnir heyrast á ný Knattspyrnuáhugafólkið þarf ekki að pirra sig á vuvuzela-suðinu lengur og fær þess í stað söngva stuðningsmannanna og kjötkveðjuhátíðarstemmninguna á pöllunum heim í stofu. Að upplifa tilfinningaríka þjóðsöngva Ameríkuþjóðanna fyrir leik er orðinn ómissandi hluti af leikjunum.7. Við Íslendingar eigum fulltrúa Aron Jóhannsson varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik bandaríska landsliðsins. Aron hefur ekki fengið tækifærið í síðustu tveimur leikjum en íslenska þjóðin bíður spennt eftir því að Jürgen Klinsmann gefi honum tækifærið á ný.8. Vel heppnaðar nýjungar Það má ekki heldur gleyma tveimur vel heppnuðum nýjungum FIFA á HM í ár. Marklínutæknin sannaði gildi sitt og dómaraspreyið hefur síðan vakið verðskuldaða athygli og er frábær og sniðug lausn á leiðindavandamáli. Sumir dómarar þurftu reyndar tíma til að læra á spreyið en eftir nokkra froðuhóla og spreyjanir yfir skó eru þeir flestir farnir að fullkomna listina að nýta spreyið.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur frá Flórída til Kanada Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira