Banks vill hitta Björk Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júní 2014 11:00 Banks byrjaði að semja tónlist til þess að komast í gegnum skilnað foreldra sinna. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“ Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bob Weir látinn Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bob Weir látinn Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira