Banks vill hitta Björk Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júní 2014 11:00 Banks byrjaði að semja tónlist til þess að komast í gegnum skilnað foreldra sinna. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“ Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira