Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. júní 2014 07:30 Ríkissaksóknari segir þau hlerunarbrot sem upplýst hefur verið um fyrnd. Fréttablaðið/Valli Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira