Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. júní 2014 07:30 Ríkissaksóknari segir þau hlerunarbrot sem upplýst hefur verið um fyrnd. Fréttablaðið/Valli Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira