Innlent

Menntskælingar styrkja Landspítala

Bjarki Ármannsson skrifar
Útskriftarnemar við MR afhenda forstjóra Landspítalans gjöfina á þriðjudag.
Útskriftarnemar við MR afhenda forstjóra Landspítalans gjöfina á þriðjudag. Mynd/Aðsend
Góðgerðarfélag Menntaskólans í Reykjavík færði á þriðjudag heilabilunardeild L4 á Landakoti rúmar sex hundruð þúsund krónur að gjöf til að bæta aðbúnað sjúklinga.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók við gjöfinni frá þremur útskriftarnemum skólans. Fénu var safnað í árlegri góðgerðarviku MR, þar sem meðal annars var haldið bingó og góðgerðarskemmtun.

Í tilkynningu spítalans segir að framlag nemendanna fari í að endurnýja ýmsan búnað á deildinni, svo sem dýnur og rúm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×