Algjör heppni að einn skammtur var eftir í apótekinu Snærós Sindradóttir skrifar 12. júní 2014 07:00 Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem lyf klárast eða eru við það að klárast þegar sjúklingar þurfa á þeim að halda. Nokkuð algengt er að sjúklingar fái ekki lyf sín í tæka tíð vegna þess að birgðir þeirra eru uppurnar í landinu. Þetta á sérstaklega við um fólk sem þarf að taka lyf sem fáir nota dagsdaglega. Leifur Bárðarson, staðgengill landlæknis, segir að þetta sé gömul saga og ný. „Ég man ekki eftir einu einasta ári öðruvísi en að þetta komi upp.“Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er ekki til neitt samræmt yfirlit fyrir birgðastöðu lyfja í landinu. Lyfjafyrirtækin uppfæra þó reglulega lista yfir þau lyf sem vantar en þeim er ekki skylt að gera það. „Það væri mjög gott ef slíkt kerfi væri til,“ segir Leifur. „Það sem er flókið í þessu er að lyfjaframleiðendur nota ekki sama kerfi til að skrá sín lyf. Það er ekki til neitt einsleitt kerfi sem öllum framleiðendum ber að fara eftir. Það er heldur ekki til neitt einsleitt kerfi sem öllum apótekum er skylt að fylgja. Þar ræður framboð og eftirspurn og allt þarf að vera í útboði samkvæmt EES og svo framvegis.“ Leifur segir að samræmt eftirlitskerfi með lyfjabirgðum yrði eflaust dýrt og flókið í framkvæmd. Örar breytingar á lyfjamarkaði geri eftirlit sömuleiðis flókið því það lyf sem þykir lífsnauðsynlegt einn daginn er kannski farið af markaði þann næsta og annað lyf komið í staðinn. Gunnar Skúlason greindist með ólæknandi sjúkdóm um tveggja ára aldur sem gerir það að verkum að hann þarf að taka lyf á þriggja tíma fresti. Lyfið er undanþágulyf, vegna lítillar notkunar hérlendis, svo hann þarf að hringja á undan sér og panta lyfið þegar birgðir hans fara að klárast. „Ég hef tekið sama lyfið í 26 ár og það hefur alltaf verið nóg að láta vita með þriggja daga fyrirvara,“ segir Gunnar. Í apríl var lyfið þó ekki til hjá lyfjabirgja og honum var sagt að rúm vika væri þar til lyfið bærist til landsins. Ástæðan fyrir lyfjaskortinum var sögð sú að sala lyfsins hefði óvænt farið umfram það sem vanalega tíðkaðist í aprílmánuði. Gunnar átti ekki nægar birgðir fyrir vikuna en var heppinn. „Það var eitt apótek sem átti einn skammt eftir, sem var algjör heppni.“ Ef lyfið hefði verið með öllu ófáanlegt hefði Gunnar orðið mjög þreyttur og dofinn og meðal annars átt erfitt með að halda augunum opnum. Gunnar segist hafa breytt verklagi sínu vegna atviksins og láti nú vita með tveggja vikna fyrirvara ef hann fer að skorta lyf. Tengdar fréttir Lyfjaskortur getur tafið meðferð Ríflega 200 misjafnlega mikilvæg lyf eru á biðlista hjá lyfjafyrirtækjum hérlendis. Lyf fyrir krabbameinsveika konu hefur ekki verið til frá því um miðjan apríl. Sjúklingar þurfa sjálfir að minna á að láta panta óalgeng lyf. 11. júní 2014 00:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Nokkuð algengt er að sjúklingar fái ekki lyf sín í tæka tíð vegna þess að birgðir þeirra eru uppurnar í landinu. Þetta á sérstaklega við um fólk sem þarf að taka lyf sem fáir nota dagsdaglega. Leifur Bárðarson, staðgengill landlæknis, segir að þetta sé gömul saga og ný. „Ég man ekki eftir einu einasta ári öðruvísi en að þetta komi upp.“Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er ekki til neitt samræmt yfirlit fyrir birgðastöðu lyfja í landinu. Lyfjafyrirtækin uppfæra þó reglulega lista yfir þau lyf sem vantar en þeim er ekki skylt að gera það. „Það væri mjög gott ef slíkt kerfi væri til,“ segir Leifur. „Það sem er flókið í þessu er að lyfjaframleiðendur nota ekki sama kerfi til að skrá sín lyf. Það er ekki til neitt einsleitt kerfi sem öllum framleiðendum ber að fara eftir. Það er heldur ekki til neitt einsleitt kerfi sem öllum apótekum er skylt að fylgja. Þar ræður framboð og eftirspurn og allt þarf að vera í útboði samkvæmt EES og svo framvegis.“ Leifur segir að samræmt eftirlitskerfi með lyfjabirgðum yrði eflaust dýrt og flókið í framkvæmd. Örar breytingar á lyfjamarkaði geri eftirlit sömuleiðis flókið því það lyf sem þykir lífsnauðsynlegt einn daginn er kannski farið af markaði þann næsta og annað lyf komið í staðinn. Gunnar Skúlason greindist með ólæknandi sjúkdóm um tveggja ára aldur sem gerir það að verkum að hann þarf að taka lyf á þriggja tíma fresti. Lyfið er undanþágulyf, vegna lítillar notkunar hérlendis, svo hann þarf að hringja á undan sér og panta lyfið þegar birgðir hans fara að klárast. „Ég hef tekið sama lyfið í 26 ár og það hefur alltaf verið nóg að láta vita með þriggja daga fyrirvara,“ segir Gunnar. Í apríl var lyfið þó ekki til hjá lyfjabirgja og honum var sagt að rúm vika væri þar til lyfið bærist til landsins. Ástæðan fyrir lyfjaskortinum var sögð sú að sala lyfsins hefði óvænt farið umfram það sem vanalega tíðkaðist í aprílmánuði. Gunnar átti ekki nægar birgðir fyrir vikuna en var heppinn. „Það var eitt apótek sem átti einn skammt eftir, sem var algjör heppni.“ Ef lyfið hefði verið með öllu ófáanlegt hefði Gunnar orðið mjög þreyttur og dofinn og meðal annars átt erfitt með að halda augunum opnum. Gunnar segist hafa breytt verklagi sínu vegna atviksins og láti nú vita með tveggja vikna fyrirvara ef hann fer að skorta lyf.
Tengdar fréttir Lyfjaskortur getur tafið meðferð Ríflega 200 misjafnlega mikilvæg lyf eru á biðlista hjá lyfjafyrirtækjum hérlendis. Lyf fyrir krabbameinsveika konu hefur ekki verið til frá því um miðjan apríl. Sjúklingar þurfa sjálfir að minna á að láta panta óalgeng lyf. 11. júní 2014 00:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Lyfjaskortur getur tafið meðferð Ríflega 200 misjafnlega mikilvæg lyf eru á biðlista hjá lyfjafyrirtækjum hérlendis. Lyf fyrir krabbameinsveika konu hefur ekki verið til frá því um miðjan apríl. Sjúklingar þurfa sjálfir að minna á að láta panta óalgeng lyf. 11. júní 2014 00:01