Innlent

Séra Bryndís skipuð prestur

Sveinn Arnarsson skrifar
Bryndís Valbjarnardóttir.
Bryndís Valbjarnardóttir.
Biskup Íslands hefur skipað Bryndísi Valbjarnardóttur í embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli.

Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka.

Bryndís hefur starfað við prestakallið síðastliðna níu mánuði sem afleysingaprestur.

Áður hefur hún verið prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún tekur við stöðunni 1. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×