Innlent

Sló lögreglukonu á rassinn

Snærós Sindradóttir skrifar
Lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af fullu fólki í miðbænum. Hinn ákærði gekk of langt samkvæmt ákærunni.
Lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af fullu fólki í miðbænum. Hinn ákærði gekk of langt samkvæmt ákærunni. Fréttablaðið/Hari
Maður á Ísafirði hefur verið ákærður fyrir að slá lögreglukonu sem var við störf á rassinn þann 2. febrúar síðastliðinn.

Í kjölfar þess að hann sló konuna ætlaði hún að handtaka manninn. Brást maðurinn illa við og reyndi að rífa sig lausan frá lögreglukonunni, auk þess sem hann barði hana í andlitið með olnboganum svo hún fékk skurð á hægri augabrún.

Mál gegn manninum var tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Þess er krafist að honum verði refsað og hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×