GusGus hitar upp fyrir Timberlake Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2014 08:30 Hljómsveitin GusGus hitar upp fyrir Justin Timberlake á tónleikum hans á Íslandi í sumar. Liðsmenn GusGus eru fullir tilhlökkunar. mynd/ari magg „Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira