Tvöfalt fleiri hjólreiðamenn slasast illa Ingvar Haraldsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Alvarlegum slysum á hjólreiðamönnum á Höfuðborgarsvæðinu fer fjölgandi. Vísir/Heiða Alvarleg slys á hjólreiðamönnum voru tvöfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 en árið 2012 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Alvarlegum slysum fjölgaði úr fimmtán í þrjátíu og eitt. Magnús Jensson, fyrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir ástæðu til að bæta öryggi hjólreiðafólks í umferðinni. „Það er búið að skapa öfgabílamenningu. Bílar eiga alltaf að hafa forgang umfram aðra vegfarendur.“ Magnús bætir við: „Umferðarmenningin einblínir um of á ökumenn. Það hefur gleymst að taka tillit til annara samgönguþátta en bílsins.“ Magnús bendir einnig á að víða séu biðskyldumerkingar í Reykjavík staðsettar of nálægt gatnamótum. „Merkingarnar eru staðsettar þannig að bílar stöðva þegar þeir eru komnir í veg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í stað þess að stæðnæmast fyrir framan gangbrautir.“ Vegna þessa gripu félagsmenn í Samtökunum um bíllausan lífsstíl til þess ráðs að endurmerkja nokkur gatnamót í Reykjavík þannig að bílar staðnæmdust fyrir framan gangbrautir. Árni Davíðsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna segir að hluta til megi útskýra fjölgun slysa með fjölgun hjólreiðamanna. Einnig gæti bætt skráning á hjólreiðaslysum hjá lögreglunni átt þátt í að skýra málið. Sigrún Helga Lund, annar fyrrverandi formaður í Samtökunum um bíllausan lífsstíl, segir algengt að slys verði vegna þess að ökumenn gleymi að líta til hliðar þegar þeir beygi til hægri og aki þá á hjólreiðamenn sem séu séu að fara í sömu átt yst til hægri á götunni. Það taki hins vegar tíma fyrir ökumenn að venjast fleiri hjólreiðamönnum í umferðinni. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Alvarleg slys á hjólreiðamönnum voru tvöfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 en árið 2012 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Alvarlegum slysum fjölgaði úr fimmtán í þrjátíu og eitt. Magnús Jensson, fyrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir ástæðu til að bæta öryggi hjólreiðafólks í umferðinni. „Það er búið að skapa öfgabílamenningu. Bílar eiga alltaf að hafa forgang umfram aðra vegfarendur.“ Magnús bætir við: „Umferðarmenningin einblínir um of á ökumenn. Það hefur gleymst að taka tillit til annara samgönguþátta en bílsins.“ Magnús bendir einnig á að víða séu biðskyldumerkingar í Reykjavík staðsettar of nálægt gatnamótum. „Merkingarnar eru staðsettar þannig að bílar stöðva þegar þeir eru komnir í veg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í stað þess að stæðnæmast fyrir framan gangbrautir.“ Vegna þessa gripu félagsmenn í Samtökunum um bíllausan lífsstíl til þess ráðs að endurmerkja nokkur gatnamót í Reykjavík þannig að bílar staðnæmdust fyrir framan gangbrautir. Árni Davíðsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna segir að hluta til megi útskýra fjölgun slysa með fjölgun hjólreiðamanna. Einnig gæti bætt skráning á hjólreiðaslysum hjá lögreglunni átt þátt í að skýra málið. Sigrún Helga Lund, annar fyrrverandi formaður í Samtökunum um bíllausan lífsstíl, segir algengt að slys verði vegna þess að ökumenn gleymi að líta til hliðar þegar þeir beygi til hægri og aki þá á hjólreiðamenn sem séu séu að fara í sömu átt yst til hægri á götunni. Það taki hins vegar tíma fyrir ökumenn að venjast fleiri hjólreiðamönnum í umferðinni.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira