Tvöfalt fleiri hjólreiðamenn slasast illa Ingvar Haraldsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Alvarlegum slysum á hjólreiðamönnum á Höfuðborgarsvæðinu fer fjölgandi. Vísir/Heiða Alvarleg slys á hjólreiðamönnum voru tvöfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 en árið 2012 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Alvarlegum slysum fjölgaði úr fimmtán í þrjátíu og eitt. Magnús Jensson, fyrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir ástæðu til að bæta öryggi hjólreiðafólks í umferðinni. „Það er búið að skapa öfgabílamenningu. Bílar eiga alltaf að hafa forgang umfram aðra vegfarendur.“ Magnús bætir við: „Umferðarmenningin einblínir um of á ökumenn. Það hefur gleymst að taka tillit til annara samgönguþátta en bílsins.“ Magnús bendir einnig á að víða séu biðskyldumerkingar í Reykjavík staðsettar of nálægt gatnamótum. „Merkingarnar eru staðsettar þannig að bílar stöðva þegar þeir eru komnir í veg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í stað þess að stæðnæmast fyrir framan gangbrautir.“ Vegna þessa gripu félagsmenn í Samtökunum um bíllausan lífsstíl til þess ráðs að endurmerkja nokkur gatnamót í Reykjavík þannig að bílar staðnæmdust fyrir framan gangbrautir. Árni Davíðsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna segir að hluta til megi útskýra fjölgun slysa með fjölgun hjólreiðamanna. Einnig gæti bætt skráning á hjólreiðaslysum hjá lögreglunni átt þátt í að skýra málið. Sigrún Helga Lund, annar fyrrverandi formaður í Samtökunum um bíllausan lífsstíl, segir algengt að slys verði vegna þess að ökumenn gleymi að líta til hliðar þegar þeir beygi til hægri og aki þá á hjólreiðamenn sem séu séu að fara í sömu átt yst til hægri á götunni. Það taki hins vegar tíma fyrir ökumenn að venjast fleiri hjólreiðamönnum í umferðinni. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Alvarleg slys á hjólreiðamönnum voru tvöfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 en árið 2012 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Alvarlegum slysum fjölgaði úr fimmtán í þrjátíu og eitt. Magnús Jensson, fyrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir ástæðu til að bæta öryggi hjólreiðafólks í umferðinni. „Það er búið að skapa öfgabílamenningu. Bílar eiga alltaf að hafa forgang umfram aðra vegfarendur.“ Magnús bætir við: „Umferðarmenningin einblínir um of á ökumenn. Það hefur gleymst að taka tillit til annara samgönguþátta en bílsins.“ Magnús bendir einnig á að víða séu biðskyldumerkingar í Reykjavík staðsettar of nálægt gatnamótum. „Merkingarnar eru staðsettar þannig að bílar stöðva þegar þeir eru komnir í veg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í stað þess að stæðnæmast fyrir framan gangbrautir.“ Vegna þessa gripu félagsmenn í Samtökunum um bíllausan lífsstíl til þess ráðs að endurmerkja nokkur gatnamót í Reykjavík þannig að bílar staðnæmdust fyrir framan gangbrautir. Árni Davíðsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna segir að hluta til megi útskýra fjölgun slysa með fjölgun hjólreiðamanna. Einnig gæti bætt skráning á hjólreiðaslysum hjá lögreglunni átt þátt í að skýra málið. Sigrún Helga Lund, annar fyrrverandi formaður í Samtökunum um bíllausan lífsstíl, segir algengt að slys verði vegna þess að ökumenn gleymi að líta til hliðar þegar þeir beygi til hægri og aki þá á hjólreiðamenn sem séu séu að fara í sömu átt yst til hægri á götunni. Það taki hins vegar tíma fyrir ökumenn að venjast fleiri hjólreiðamönnum í umferðinni.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira