Þýskalandsforseti segir þörf á fleiri innflytjendum Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. maí 2014 11:00 Joachim Gauck, forseti Þýskalands. vísir/afp „Landið okkar þarf á innflytjendum að halda,“ sagði Joachim Gauck Þýskalandsforseti í ræðu í síðustu viku. Hann sagði innflytjendur auðga þýskt samfélag og þótt breytingarnar geti stundum verið erfiðar þurfi enginn að óttast það sem við tekur. „Við eigum að hætta að tala um „okkur“ og „hina“. Hugtakið „við“ hefur fengið nýja merkingu, sem er eining hinna ólíku,“ sagði Gauck í hátíðarræðu sem hann flutti í síðustu viku í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá því stjórnarskrá Þýskalands gekk í gildi. Sjálfur hafi hann reynslu af því að heimamenn í Austur-Þýskalandi, þar sem hann bjó, hafi fyrst látið eins og þeir sæju ekki innflytjendur, síðar hafi þeir afneitað þeim og hafnað, smám saman hafi þeir svo farið að umbera þá og loks tekið að líta á þá sem tækifæri og fagna þeim. „Í dag veit ég að við glötum ekki okkur sjálfum, þótt við tökum við fjölbreytni. Við viljum þetta fjölþætta „við“.“ Þýskaland fékk núgildandi stjórnarskrá sína árið 1949, aðeins örfáum árum eftir að hildarleik heimstyrjaldarinnar lauk með ósigri þýskra nasista. Höfundar hennar lögðu mikla áherslu á að tryggja mannréttindi og útiloka mismunun.Navid Karmani Karmani er þekktur rithöfundur í Þýskalandi. Hann ávarpaði þýska þingið á föstudag í tilefni af 65 ára afmæli stjórnarskrárinnar.Mynd/Þýska þjóðþingiðÞýski rithöfundurinn Navid Kermani, sem er sonur íranskra innflytjenda, ávarpaði á föstudag þýska þingið í tilefni afmælis stjórnarskrárinnar. Hann sagði Þjóðverja geta verið stolta af stjórnarskránni, sem tryggi innflytjendum ekki síður en innfæddum grundvallarmannréttindi. Hann sagðist fullur þakklætis fyrir hönd innflytjenda og fékk hvað eftir annað dynjandi lófaklapp frá þingsalnum. Kermani notaði hins vegar tækifærið einnig til að gagnrýna þýsk stjórnvöld, úr ræðupúlti þingsins, harðlega fyrir stefnu þeirra í innflytjendamálum. Hann sagði hart að vita til þess að Þýskaland hafi ekki tekið við nema rétt um 10 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi, eða brotabroti af þeim níu milljónum manna sem hafa flúið borgarastyrjöldina þar. „Enn í dag er fjöldi fólks sem á tilveru sína undir því að önnur lýðræðisleg lönd opni dyr sínar,“ sagði hann, og nefndi bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden sem dæmi um einn þeirra. „Aðrir drukkna í Miðjarðarhafinu – þúsundir á hverju ári.“ Sérstaklega gagnrýndi Kermani þær breytingar, sem gerðar voru árið 1993 á 16. grein þýsku stjórnarskrárinnar, sem upphaflega tryggði öllum, sem sæta pólitískum ofsóknum í heimalandi sínu, rétt á pólitísku hæli í Þýskalandi. Orðalag þeirrar breytingar hafi verið tyrfið og illa orðað beinlínis í þeim tilgangi að fela það að í reynd hafi breytingin verið þess eðlis að það teljist ekki lengur til mannréttinda að pólitískir flóttamenn fái hæli í Þýskalandi. Þessi gagnrýnisorð hans uppskáru reyndar dynjandi lófatak frá þingheimi, ekki síður en þakklætisorð hans í garð Þýskalands. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Landið okkar þarf á innflytjendum að halda,“ sagði Joachim Gauck Þýskalandsforseti í ræðu í síðustu viku. Hann sagði innflytjendur auðga þýskt samfélag og þótt breytingarnar geti stundum verið erfiðar þurfi enginn að óttast það sem við tekur. „Við eigum að hætta að tala um „okkur“ og „hina“. Hugtakið „við“ hefur fengið nýja merkingu, sem er eining hinna ólíku,“ sagði Gauck í hátíðarræðu sem hann flutti í síðustu viku í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá því stjórnarskrá Þýskalands gekk í gildi. Sjálfur hafi hann reynslu af því að heimamenn í Austur-Þýskalandi, þar sem hann bjó, hafi fyrst látið eins og þeir sæju ekki innflytjendur, síðar hafi þeir afneitað þeim og hafnað, smám saman hafi þeir svo farið að umbera þá og loks tekið að líta á þá sem tækifæri og fagna þeim. „Í dag veit ég að við glötum ekki okkur sjálfum, þótt við tökum við fjölbreytni. Við viljum þetta fjölþætta „við“.“ Þýskaland fékk núgildandi stjórnarskrá sína árið 1949, aðeins örfáum árum eftir að hildarleik heimstyrjaldarinnar lauk með ósigri þýskra nasista. Höfundar hennar lögðu mikla áherslu á að tryggja mannréttindi og útiloka mismunun.Navid Karmani Karmani er þekktur rithöfundur í Þýskalandi. Hann ávarpaði þýska þingið á föstudag í tilefni af 65 ára afmæli stjórnarskrárinnar.Mynd/Þýska þjóðþingiðÞýski rithöfundurinn Navid Kermani, sem er sonur íranskra innflytjenda, ávarpaði á föstudag þýska þingið í tilefni afmælis stjórnarskrárinnar. Hann sagði Þjóðverja geta verið stolta af stjórnarskránni, sem tryggi innflytjendum ekki síður en innfæddum grundvallarmannréttindi. Hann sagðist fullur þakklætis fyrir hönd innflytjenda og fékk hvað eftir annað dynjandi lófaklapp frá þingsalnum. Kermani notaði hins vegar tækifærið einnig til að gagnrýna þýsk stjórnvöld, úr ræðupúlti þingsins, harðlega fyrir stefnu þeirra í innflytjendamálum. Hann sagði hart að vita til þess að Þýskaland hafi ekki tekið við nema rétt um 10 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi, eða brotabroti af þeim níu milljónum manna sem hafa flúið borgarastyrjöldina þar. „Enn í dag er fjöldi fólks sem á tilveru sína undir því að önnur lýðræðisleg lönd opni dyr sínar,“ sagði hann, og nefndi bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden sem dæmi um einn þeirra. „Aðrir drukkna í Miðjarðarhafinu – þúsundir á hverju ári.“ Sérstaklega gagnrýndi Kermani þær breytingar, sem gerðar voru árið 1993 á 16. grein þýsku stjórnarskrárinnar, sem upphaflega tryggði öllum, sem sæta pólitískum ofsóknum í heimalandi sínu, rétt á pólitísku hæli í Þýskalandi. Orðalag þeirrar breytingar hafi verið tyrfið og illa orðað beinlínis í þeim tilgangi að fela það að í reynd hafi breytingin verið þess eðlis að það teljist ekki lengur til mannréttinda að pólitískir flóttamenn fái hæli í Þýskalandi. Þessi gagnrýnisorð hans uppskáru reyndar dynjandi lófatak frá þingheimi, ekki síður en þakklætisorð hans í garð Þýskalands.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira