Innlent

Útskrift frá Jafnréttisskóla

Freyr Bjarnason skrifar
Átta konur og sex karlar útskrifuðust við hátíðlega athöfn á fimmtudag.
Átta konur og sex karlar útskrifuðust við hátíðlega athöfn á fimmtudag. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Fjórtán nemendur frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi útskrifuðust á fimmtudag við hátíðlega athöfn.

Átta konur og sex karlar eru í hópnum og er þetta í annað sinn sem skólinn útskrifar nemendur eftir að hann varð hluti af Háskóla SÞ fyrir ári, að því er kemur fram í tilkynningu.

Nemendurnir sem útskrifuðust eru frá Malaví, Mósambík, Úganda og Palestínu, sem eru þau lönd sem Ísland leggur höfuðáherslu á í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla SÞ: Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×