„Ég skal bara vera mamma þín“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 09:00 Fyrir um tíu árum var Þórunn tæplega fertug, einhleyp, barnlaus og lifði fyrir líðandi stundu. Hún var á kafi í nýaldargrúski, markmiðið í lífinu var að vinna í sjálfri sér og lífsstíllinn var dýr og spennandi. Þetta ár tók Þórunn bækling um ABC-hjálparstarf á bensínstöð og ákvað að byrja að styrkja barn með mánaðarlegum greiðslum. Það var byrjunin á gjörbreyttu lífi. „Á þessum tíma hugsaði ég hversu lengi ég ætti að vinna í sjálfri mér án þess að láta gott af mér leiða. Ég var orðin hálf þunglynd yfir því að líf mitt snerist eingöngu um mig og mínar þarfir. Því ákvað ég að gera meira en að styrkja barn og bauð fram krafta mína við kynningarmál hjálparstarfsins.“Tók ákvörðun á einum mánuði Árið 2006 fór Þórunn svo til Kenía fyrir hönd ABC til að skoða aðstæður fyrir uppbyggingu nýs skóla í fátæktarhverfum Naíróbí. Eftir að hún kom heim úr ferðinni fylltist hún eirðarleysi. Hún var að undirbúa kaup á nýrri íbúð og hafði hugsað sér að jarðtengja sig hér á Íslandi en einhvers staðar fann hún sterkt að hún ætti að fara aftur út til Kenía. „Ég fylgdi innsæinu, birtist á skrifstofu ABC og tilkynnti þeim að ég yrði að fara aftur út. Þannig að mánuði eftir að ég kom heim úr ferðinni var ég flutt út til að byggja upp starfið.“Lorna, 12 ára stúlka úr ABC-skólanum í Naíróbí, segir blaðamanni sögu sína en hún bjó á götunni áður en henni bauðst heimavist hjá skólanum. Þórunn heldur utan um hana á meðan.Mynd/gunni salGötubörn með fíknivanda Þórunn hafði aldrei unnið með götubörnum áður. Börnin voru mörg hver með fíknivanda og höfðu lent í miklum áföllum. Umhverfið, menningin og ömurleg fátæktin voru henni líka algjörlega framandi. En hún dembdi sér út í djúpu laugina. „Ég byrjaði strax á því að taka hús á leigu. Um leið og ég var flutt í það byrjaði ég að taka inn börn. Fyrsta barnið er strákur sem kom til mín að betla og var alveg út úr heiminum af límsniffi. Ég sagði við hann eins og ég hef sagt við svo mörg börn sem ég býð pláss: „Ég skal bara vera mamma þín.“ Hann náði svo í vini sína og svo spurðist þetta út þannig að húsið var fljótt að fyllast.“ Fann ástina í fyrstu vikunni Í fyrstu vikunni var hún komin með fullt hús af börnum og það sem meira er, hún kynntist núverandi eiginmanni sínum, Samuel Lusiru Gona. „Mér var boðið í brúðkaup og þar var hann. Hann sagði mér síðar að hann hefði séð mig og vitað strax að ég væri konan hans. Eftir að við kynntumst gerðust hlutirnir mjög hratt. Hann byrjaði að vinna sjálfboðastarf hjá mér og hálfu ári seinna vorum við gift. Hann er ómetanleg stoð og stytta í starfinu og ég veit ekki hvar ég væri án hans. Hann þekkir samfélagið og menninguna sem ryður oft braut mína.“ Í sveitinni berst Þórunn gegn umskurði stúlkna og barnahjónaböndum meðal Masaai-manna.Mynd/gunni salBaráttan er hörð Í dag ganga rúmlega 600 hundruð börn í ABC-skólann í Naíróbí og af þeim búa tvö hundruð börn í heimavist. Þórunn hefur bjargað mörgum þeirra sjálf af götunni. Nú er hún með áttatíu og sex starfsmenn sem aðstoða við kennslu, umönnun barnanna, rekstur og utanumhald en í augum barnanna er hún alltaf mamman. Mamman þarf að sjá til þess að munnar séu mettir í hverjum mánuði og hefur baráttan verið ansi hörð frá hruni. „Hrunið olli því að allt í einu vorum við með helmingi minni pening í höndunum og höfðum ekki nóg fyrir launum eða mat. En við brugðumst við því með því að leita utan Íslands og fá styrktaraðila frá Bandaríkjunum. Nú reynum við að fá tvo styrktaraðila fyrir hvert barn. Þetta er búið að vera basl en þrátt fyrir það höfum við stækkað, fjölgað plássum og réðumst í uppbyggingu nýs skóla í sveitinni.“ Berst gegn umskurði stúlkna Öldungar í Masai-þjóðflokknum leituðu til Þórunnar og báðu um aðstoð við að stofna skóla í þorpi þeirra. Masai-ættbálkar eru mjög frumstæðir þar sem ungar stúlkur eru umskornar og seldar í hjónabönd í kringum 12 ára aldurinn. Afar fá börn þar eiga kost á menntun. „Við áttum engan pening en maður sér öll börnin, alla þjáninguna og enga möguleika á öðruvísi lífi og það er lífsins ómögulegt að hafna þeim. Við tróðum eins og við gátum í kojur og þau sitja ansi þétt í skólastofunum. Svo höldum við bara fast í trúna og vonum að við getum stækkað og tekið á móti fleirum.“ Börnin í skólanum sýndu skemmtiatriði, dönsuðu og sungu, og þökkuðu margfalt fyrir fjárveitingu íslenskra stjórnvalda þannig að hægt var að byggja nýtt skólahús.mynd/gunni salTrúin gefur von ABC-barnastarf byggist mikið á kristilegum gildum en áður en Þórunn hóf störf hjá ABC var hennar trú byggð á stjörnuspeki og einstaklingshyggju. „Kristin trú hafði alltaf verið mjög fjarlæg mér en svo ákvað ég bara að sjá hvort ég fyndi mig þar, sem ég svo sannarlega gerði. Það er mikilvægt fyrir mig að tilheyra einhverju stærra en bara mér sjálfri og fyrir mér liggur hamingjan þar.“ Þórunn segir trúna einnig mikilvæga börnunum því hún gefi þeim von. „Þessi börn hafa upplifað svo mikla höfnun, verið kastað út af heimilinu og á götuna, verið fyrirlitin, skítug, lamin og misnotuð. Þau upplifa sig sem algjört rusl. Hjá okkur fá þau skilaboðin að guð hafi skapað þau og þau séu einstök og verðmæt. Það er eitthvað sem þau hafa aldrei upplifað og þannig vex sjálfsvirðing þeirra.“ Fann tilgang lífsins Fyrir utan börnin þúsund sem treysta á Þórunni á hún lítinn dreng, Daníel Heiðar, sem verður sex ára í sumar. „Hann var yfirgefinn og við fengum hann dagsgamlan. Við fengum loksins ættleiðingarskjölin í þessari viku þannig að þetta er frágengið. Hann er lítill kraftaverkadrengur og mikill gleðigjafi.“ Þúsund börn, eiginmaður og sonur. Ætlar Þórunn aldrei að koma aftur til Íslands? „Ætli það nokkuð. Stundum langar mig að flytja heim og fara að vinna í sjoppu, afgreiða pylsur og ís. Því stundum er ég alveg uppgefin; bankareikningurinn tómur, biðlistinn óendanlegur og maður vill bjarga öllum. En það kemur bara inn á milli og svo herðir maður upp hugann. Það er svo margt eftir hérna og við erum í miðri baráttu. Allt heimsins gull kemur ekki í stað allra barnanna sem við höfum hjálpað og ekkert gæti gert mig glaðari en árangurinn af starfi okkar. Áður en ég kom hingað snerist líf mitt um að finna sjálfa mig og tilgang lífsins. Það var í raun ekki fyrr en ég hætti leitinni og fór að gefa af sjálfri mér að ég fann þennan blessaða tilgang og sanna hamingju.“Trúin skiptir miklu máli í starfi ABC-skólanna. Hér biðja börnin saman í samkomusal skólans, þá taka þau fyrir andlitið á sér eða leggjast fram á borðið.Mynd/Gunni Sal Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrir um tíu árum var Þórunn tæplega fertug, einhleyp, barnlaus og lifði fyrir líðandi stundu. Hún var á kafi í nýaldargrúski, markmiðið í lífinu var að vinna í sjálfri sér og lífsstíllinn var dýr og spennandi. Þetta ár tók Þórunn bækling um ABC-hjálparstarf á bensínstöð og ákvað að byrja að styrkja barn með mánaðarlegum greiðslum. Það var byrjunin á gjörbreyttu lífi. „Á þessum tíma hugsaði ég hversu lengi ég ætti að vinna í sjálfri mér án þess að láta gott af mér leiða. Ég var orðin hálf þunglynd yfir því að líf mitt snerist eingöngu um mig og mínar þarfir. Því ákvað ég að gera meira en að styrkja barn og bauð fram krafta mína við kynningarmál hjálparstarfsins.“Tók ákvörðun á einum mánuði Árið 2006 fór Þórunn svo til Kenía fyrir hönd ABC til að skoða aðstæður fyrir uppbyggingu nýs skóla í fátæktarhverfum Naíróbí. Eftir að hún kom heim úr ferðinni fylltist hún eirðarleysi. Hún var að undirbúa kaup á nýrri íbúð og hafði hugsað sér að jarðtengja sig hér á Íslandi en einhvers staðar fann hún sterkt að hún ætti að fara aftur út til Kenía. „Ég fylgdi innsæinu, birtist á skrifstofu ABC og tilkynnti þeim að ég yrði að fara aftur út. Þannig að mánuði eftir að ég kom heim úr ferðinni var ég flutt út til að byggja upp starfið.“Lorna, 12 ára stúlka úr ABC-skólanum í Naíróbí, segir blaðamanni sögu sína en hún bjó á götunni áður en henni bauðst heimavist hjá skólanum. Þórunn heldur utan um hana á meðan.Mynd/gunni salGötubörn með fíknivanda Þórunn hafði aldrei unnið með götubörnum áður. Börnin voru mörg hver með fíknivanda og höfðu lent í miklum áföllum. Umhverfið, menningin og ömurleg fátæktin voru henni líka algjörlega framandi. En hún dembdi sér út í djúpu laugina. „Ég byrjaði strax á því að taka hús á leigu. Um leið og ég var flutt í það byrjaði ég að taka inn börn. Fyrsta barnið er strákur sem kom til mín að betla og var alveg út úr heiminum af límsniffi. Ég sagði við hann eins og ég hef sagt við svo mörg börn sem ég býð pláss: „Ég skal bara vera mamma þín.“ Hann náði svo í vini sína og svo spurðist þetta út þannig að húsið var fljótt að fyllast.“ Fann ástina í fyrstu vikunni Í fyrstu vikunni var hún komin með fullt hús af börnum og það sem meira er, hún kynntist núverandi eiginmanni sínum, Samuel Lusiru Gona. „Mér var boðið í brúðkaup og þar var hann. Hann sagði mér síðar að hann hefði séð mig og vitað strax að ég væri konan hans. Eftir að við kynntumst gerðust hlutirnir mjög hratt. Hann byrjaði að vinna sjálfboðastarf hjá mér og hálfu ári seinna vorum við gift. Hann er ómetanleg stoð og stytta í starfinu og ég veit ekki hvar ég væri án hans. Hann þekkir samfélagið og menninguna sem ryður oft braut mína.“ Í sveitinni berst Þórunn gegn umskurði stúlkna og barnahjónaböndum meðal Masaai-manna.Mynd/gunni salBaráttan er hörð Í dag ganga rúmlega 600 hundruð börn í ABC-skólann í Naíróbí og af þeim búa tvö hundruð börn í heimavist. Þórunn hefur bjargað mörgum þeirra sjálf af götunni. Nú er hún með áttatíu og sex starfsmenn sem aðstoða við kennslu, umönnun barnanna, rekstur og utanumhald en í augum barnanna er hún alltaf mamman. Mamman þarf að sjá til þess að munnar séu mettir í hverjum mánuði og hefur baráttan verið ansi hörð frá hruni. „Hrunið olli því að allt í einu vorum við með helmingi minni pening í höndunum og höfðum ekki nóg fyrir launum eða mat. En við brugðumst við því með því að leita utan Íslands og fá styrktaraðila frá Bandaríkjunum. Nú reynum við að fá tvo styrktaraðila fyrir hvert barn. Þetta er búið að vera basl en þrátt fyrir það höfum við stækkað, fjölgað plássum og réðumst í uppbyggingu nýs skóla í sveitinni.“ Berst gegn umskurði stúlkna Öldungar í Masai-þjóðflokknum leituðu til Þórunnar og báðu um aðstoð við að stofna skóla í þorpi þeirra. Masai-ættbálkar eru mjög frumstæðir þar sem ungar stúlkur eru umskornar og seldar í hjónabönd í kringum 12 ára aldurinn. Afar fá börn þar eiga kost á menntun. „Við áttum engan pening en maður sér öll börnin, alla þjáninguna og enga möguleika á öðruvísi lífi og það er lífsins ómögulegt að hafna þeim. Við tróðum eins og við gátum í kojur og þau sitja ansi þétt í skólastofunum. Svo höldum við bara fast í trúna og vonum að við getum stækkað og tekið á móti fleirum.“ Börnin í skólanum sýndu skemmtiatriði, dönsuðu og sungu, og þökkuðu margfalt fyrir fjárveitingu íslenskra stjórnvalda þannig að hægt var að byggja nýtt skólahús.mynd/gunni salTrúin gefur von ABC-barnastarf byggist mikið á kristilegum gildum en áður en Þórunn hóf störf hjá ABC var hennar trú byggð á stjörnuspeki og einstaklingshyggju. „Kristin trú hafði alltaf verið mjög fjarlæg mér en svo ákvað ég bara að sjá hvort ég fyndi mig þar, sem ég svo sannarlega gerði. Það er mikilvægt fyrir mig að tilheyra einhverju stærra en bara mér sjálfri og fyrir mér liggur hamingjan þar.“ Þórunn segir trúna einnig mikilvæga börnunum því hún gefi þeim von. „Þessi börn hafa upplifað svo mikla höfnun, verið kastað út af heimilinu og á götuna, verið fyrirlitin, skítug, lamin og misnotuð. Þau upplifa sig sem algjört rusl. Hjá okkur fá þau skilaboðin að guð hafi skapað þau og þau séu einstök og verðmæt. Það er eitthvað sem þau hafa aldrei upplifað og þannig vex sjálfsvirðing þeirra.“ Fann tilgang lífsins Fyrir utan börnin þúsund sem treysta á Þórunni á hún lítinn dreng, Daníel Heiðar, sem verður sex ára í sumar. „Hann var yfirgefinn og við fengum hann dagsgamlan. Við fengum loksins ættleiðingarskjölin í þessari viku þannig að þetta er frágengið. Hann er lítill kraftaverkadrengur og mikill gleðigjafi.“ Þúsund börn, eiginmaður og sonur. Ætlar Þórunn aldrei að koma aftur til Íslands? „Ætli það nokkuð. Stundum langar mig að flytja heim og fara að vinna í sjoppu, afgreiða pylsur og ís. Því stundum er ég alveg uppgefin; bankareikningurinn tómur, biðlistinn óendanlegur og maður vill bjarga öllum. En það kemur bara inn á milli og svo herðir maður upp hugann. Það er svo margt eftir hérna og við erum í miðri baráttu. Allt heimsins gull kemur ekki í stað allra barnanna sem við höfum hjálpað og ekkert gæti gert mig glaðari en árangurinn af starfi okkar. Áður en ég kom hingað snerist líf mitt um að finna sjálfa mig og tilgang lífsins. Það var í raun ekki fyrr en ég hætti leitinni og fór að gefa af sjálfri mér að ég fann þennan blessaða tilgang og sanna hamingju.“Trúin skiptir miklu máli í starfi ABC-skólanna. Hér biðja börnin saman í samkomusal skólans, þá taka þau fyrir andlitið á sér eða leggjast fram á borðið.Mynd/Gunni Sal
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira