Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:15 Framsóknarheimilið í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að stíft sé fundað hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík eftir að Guðni Ágústsson hætti við að leiða lista flokksins. Áður sagði Óskar Bergsson sig frá oddvitasætinu. Fréttablaðið/Valli „Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
„Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira