Innlent

Sellóleikari fari á eftir Sinfóníunnni að Hörpunni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tillaga að nýrri staðsetningu styttunnar af Erling Blöndal Bengtssyni.
Tillaga að nýrri staðsetningu styttunnar af Erling Blöndal Bengtssyni. Mynd/Batteríið - Landslag
Stytta Ólafar Pálsdóttur myndhöggvara af sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtssyni verður flutt frá hringtorgi við Háskólabíó að tónlistarhúsinu Hörpu.

„Stjórn Hörpu barst ósk frá ekkju Erlings Blöndals Bengtssonar um að styttan af honum verði færð frá Háskólabíói að Hörpu (enda hafi hann ekkert framan við bíóhús að gera), sem virðist í samræmi við síðustu ósk hans sjálfs,“ segir í bréfi Halldórs Guðmundssonar, forstjóra Hörpu, til menningarráðs Reykjavíkur.

Þegar styttunni af Erling var komið fyrir á Hagatorgi var Sinfónínuhljómsveit Íslands enn til húsa í Háskólabíói. Eins og kunnugt er hefur hljómsveitin nú aðsetur í Hörpunni.

Flutningur styttunnar hefur verið samþykktur í menningar- og ferðaráði og í skipulags- og byggingaráði.

Erling lést í júní í fyrra, 81 árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×