Varar plötusnúða við prettum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2014 09:40 Intro Beats Fréttablaðið/Valli „Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira