Varar plötusnúða við prettum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2014 09:40 Intro Beats Fréttablaðið/Valli „Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira