Varar plötusnúða við prettum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2014 09:40 Intro Beats Fréttablaðið/Valli „Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær. Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
„Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær.
Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira