Tilkynna fleiri stór nöfn á föstudaginn 7. apríl 2014 14:04 Friðrik Ólafsson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Fréttablaðið/Úr einkasafni „Við lítum á hátíðina sem alþjóðlega hátíð,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum í sumar. „Viðtökurnar hafa verið rosalegar, staðirnir pakkaðar og alls staðar röð út úr dyrum,“ segir Friðrik jafnframt, en hann hefur ferðast víða til þess að halda upphitunarpartí fyrir hátíðina, til Danmerkur, Los Angeles og Svíþjóðar. „Þar hafa verið plötusnúðar að spila sem munu spila á hátíðinni okkar líka. Við höfum verið mjög stórhuga í markaðsherferð erlendis og partíin eru liður í því,“ útskýrir hann, en í partíunum hingað til hafa bresku plötusnúðarnir Boddika, Plastic Love og Klose One spilað fyrir dansþyrsta gesti. Næst leggur Friðrik í hann til London. „Partíið verður haldið í maí, en þar munu íslensku plötusnúðarnir IntroBeats og Yamaho koma fram.“ Secret Solstice-hátíðin verður haldin dagana 20-22. júní í Laugardalnum. Um 150 tónlistaratriði koma fram á hátíðinni, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler. „Við erum rétt að byrja og tilkynnum fullt af nýjum, stórum listamönnum á föstudaginn,” segir Friðrik að lokum.DJ Yamaho:Natalie G. Gunnarsdóttir er ef til vill betur þekkt sem DJ Yamaho. Hún kemur fram í upphitunarpartíi Secret Solstice í London í maí, ásamt öðrum íslenskum plötusnúðum. Auk þess kemur Natalie fram á hátíðinni sjálfri í Laugardalnum í sumar. Natalie hóf plötusnúðaferilinn um aldamótin á skemmtistaðnum Sirkus og hefur æ síðan notið mikilla vinsælda sem plötusnúður, á Íslandi og víðar. Hún hefur meðal annars spilað víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Yamaho spilar blöndu af hústónlist, raftónlist og teknói. DJ IntroBeats:Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem plötusnúðurinn IntroBeats, er ef til vill hvað best þekktur fyrir framlag sitt til íslensku hipphopp-senunnar, en hann er meðlimur sveitarinnar Forgotten Lores sem getið hefur sér gott orð á Íslandi og víðar. Auk þess hefur IntroBeats starfað með flestum röppurum landsins síðan á tíunda áratugnum. IntroBeats kemur fram í upphitunarpartíi á vegum Secret Solstice í London í maí, auk þess sem hann spilar á hátíðinni sjálfri. Árið 2011 gaf IntroBeats út sína fyrsta raftónlistarplötu, Halftime, hjá Möller Records og spilar nú aðallega hústónlist, þó með áhrifum frá tíunda áratugnum. IntroBeats kemur reglulega fram á skemmtistöðum í Reykjavík og spilar oft á Kaffibarnum og Prikinu, svo dæmi séu tekin. Hann kom fram á Sónar Reykjavík sem haldin var í febrúar í Hörpu, við góðan orðstír. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Við lítum á hátíðina sem alþjóðlega hátíð,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum í sumar. „Viðtökurnar hafa verið rosalegar, staðirnir pakkaðar og alls staðar röð út úr dyrum,“ segir Friðrik jafnframt, en hann hefur ferðast víða til þess að halda upphitunarpartí fyrir hátíðina, til Danmerkur, Los Angeles og Svíþjóðar. „Þar hafa verið plötusnúðar að spila sem munu spila á hátíðinni okkar líka. Við höfum verið mjög stórhuga í markaðsherferð erlendis og partíin eru liður í því,“ útskýrir hann, en í partíunum hingað til hafa bresku plötusnúðarnir Boddika, Plastic Love og Klose One spilað fyrir dansþyrsta gesti. Næst leggur Friðrik í hann til London. „Partíið verður haldið í maí, en þar munu íslensku plötusnúðarnir IntroBeats og Yamaho koma fram.“ Secret Solstice-hátíðin verður haldin dagana 20-22. júní í Laugardalnum. Um 150 tónlistaratriði koma fram á hátíðinni, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler. „Við erum rétt að byrja og tilkynnum fullt af nýjum, stórum listamönnum á föstudaginn,” segir Friðrik að lokum.DJ Yamaho:Natalie G. Gunnarsdóttir er ef til vill betur þekkt sem DJ Yamaho. Hún kemur fram í upphitunarpartíi Secret Solstice í London í maí, ásamt öðrum íslenskum plötusnúðum. Auk þess kemur Natalie fram á hátíðinni sjálfri í Laugardalnum í sumar. Natalie hóf plötusnúðaferilinn um aldamótin á skemmtistaðnum Sirkus og hefur æ síðan notið mikilla vinsælda sem plötusnúður, á Íslandi og víðar. Hún hefur meðal annars spilað víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Yamaho spilar blöndu af hústónlist, raftónlist og teknói. DJ IntroBeats:Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem plötusnúðurinn IntroBeats, er ef til vill hvað best þekktur fyrir framlag sitt til íslensku hipphopp-senunnar, en hann er meðlimur sveitarinnar Forgotten Lores sem getið hefur sér gott orð á Íslandi og víðar. Auk þess hefur IntroBeats starfað með flestum röppurum landsins síðan á tíunda áratugnum. IntroBeats kemur fram í upphitunarpartíi á vegum Secret Solstice í London í maí, auk þess sem hann spilar á hátíðinni sjálfri. Árið 2011 gaf IntroBeats út sína fyrsta raftónlistarplötu, Halftime, hjá Möller Records og spilar nú aðallega hústónlist, þó með áhrifum frá tíunda áratugnum. IntroBeats kemur reglulega fram á skemmtistöðum í Reykjavík og spilar oft á Kaffibarnum og Prikinu, svo dæmi séu tekin. Hann kom fram á Sónar Reykjavík sem haldin var í febrúar í Hörpu, við góðan orðstír.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira