Tilkynna fleiri stór nöfn á föstudaginn 7. apríl 2014 14:04 Friðrik Ólafsson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Fréttablaðið/Úr einkasafni „Við lítum á hátíðina sem alþjóðlega hátíð,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum í sumar. „Viðtökurnar hafa verið rosalegar, staðirnir pakkaðar og alls staðar röð út úr dyrum,“ segir Friðrik jafnframt, en hann hefur ferðast víða til þess að halda upphitunarpartí fyrir hátíðina, til Danmerkur, Los Angeles og Svíþjóðar. „Þar hafa verið plötusnúðar að spila sem munu spila á hátíðinni okkar líka. Við höfum verið mjög stórhuga í markaðsherferð erlendis og partíin eru liður í því,“ útskýrir hann, en í partíunum hingað til hafa bresku plötusnúðarnir Boddika, Plastic Love og Klose One spilað fyrir dansþyrsta gesti. Næst leggur Friðrik í hann til London. „Partíið verður haldið í maí, en þar munu íslensku plötusnúðarnir IntroBeats og Yamaho koma fram.“ Secret Solstice-hátíðin verður haldin dagana 20-22. júní í Laugardalnum. Um 150 tónlistaratriði koma fram á hátíðinni, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler. „Við erum rétt að byrja og tilkynnum fullt af nýjum, stórum listamönnum á föstudaginn,” segir Friðrik að lokum.DJ Yamaho:Natalie G. Gunnarsdóttir er ef til vill betur þekkt sem DJ Yamaho. Hún kemur fram í upphitunarpartíi Secret Solstice í London í maí, ásamt öðrum íslenskum plötusnúðum. Auk þess kemur Natalie fram á hátíðinni sjálfri í Laugardalnum í sumar. Natalie hóf plötusnúðaferilinn um aldamótin á skemmtistaðnum Sirkus og hefur æ síðan notið mikilla vinsælda sem plötusnúður, á Íslandi og víðar. Hún hefur meðal annars spilað víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Yamaho spilar blöndu af hústónlist, raftónlist og teknói. DJ IntroBeats:Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem plötusnúðurinn IntroBeats, er ef til vill hvað best þekktur fyrir framlag sitt til íslensku hipphopp-senunnar, en hann er meðlimur sveitarinnar Forgotten Lores sem getið hefur sér gott orð á Íslandi og víðar. Auk þess hefur IntroBeats starfað með flestum röppurum landsins síðan á tíunda áratugnum. IntroBeats kemur fram í upphitunarpartíi á vegum Secret Solstice í London í maí, auk þess sem hann spilar á hátíðinni sjálfri. Árið 2011 gaf IntroBeats út sína fyrsta raftónlistarplötu, Halftime, hjá Möller Records og spilar nú aðallega hústónlist, þó með áhrifum frá tíunda áratugnum. IntroBeats kemur reglulega fram á skemmtistöðum í Reykjavík og spilar oft á Kaffibarnum og Prikinu, svo dæmi séu tekin. Hann kom fram á Sónar Reykjavík sem haldin var í febrúar í Hörpu, við góðan orðstír. Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
„Við lítum á hátíðina sem alþjóðlega hátíð,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum í sumar. „Viðtökurnar hafa verið rosalegar, staðirnir pakkaðar og alls staðar röð út úr dyrum,“ segir Friðrik jafnframt, en hann hefur ferðast víða til þess að halda upphitunarpartí fyrir hátíðina, til Danmerkur, Los Angeles og Svíþjóðar. „Þar hafa verið plötusnúðar að spila sem munu spila á hátíðinni okkar líka. Við höfum verið mjög stórhuga í markaðsherferð erlendis og partíin eru liður í því,“ útskýrir hann, en í partíunum hingað til hafa bresku plötusnúðarnir Boddika, Plastic Love og Klose One spilað fyrir dansþyrsta gesti. Næst leggur Friðrik í hann til London. „Partíið verður haldið í maí, en þar munu íslensku plötusnúðarnir IntroBeats og Yamaho koma fram.“ Secret Solstice-hátíðin verður haldin dagana 20-22. júní í Laugardalnum. Um 150 tónlistaratriði koma fram á hátíðinni, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler. „Við erum rétt að byrja og tilkynnum fullt af nýjum, stórum listamönnum á föstudaginn,” segir Friðrik að lokum.DJ Yamaho:Natalie G. Gunnarsdóttir er ef til vill betur þekkt sem DJ Yamaho. Hún kemur fram í upphitunarpartíi Secret Solstice í London í maí, ásamt öðrum íslenskum plötusnúðum. Auk þess kemur Natalie fram á hátíðinni sjálfri í Laugardalnum í sumar. Natalie hóf plötusnúðaferilinn um aldamótin á skemmtistaðnum Sirkus og hefur æ síðan notið mikilla vinsælda sem plötusnúður, á Íslandi og víðar. Hún hefur meðal annars spilað víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Yamaho spilar blöndu af hústónlist, raftónlist og teknói. DJ IntroBeats:Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem plötusnúðurinn IntroBeats, er ef til vill hvað best þekktur fyrir framlag sitt til íslensku hipphopp-senunnar, en hann er meðlimur sveitarinnar Forgotten Lores sem getið hefur sér gott orð á Íslandi og víðar. Auk þess hefur IntroBeats starfað með flestum röppurum landsins síðan á tíunda áratugnum. IntroBeats kemur fram í upphitunarpartíi á vegum Secret Solstice í London í maí, auk þess sem hann spilar á hátíðinni sjálfri. Árið 2011 gaf IntroBeats út sína fyrsta raftónlistarplötu, Halftime, hjá Möller Records og spilar nú aðallega hústónlist, þó með áhrifum frá tíunda áratugnum. IntroBeats kemur reglulega fram á skemmtistöðum í Reykjavík og spilar oft á Kaffibarnum og Prikinu, svo dæmi séu tekin. Hann kom fram á Sónar Reykjavík sem haldin var í febrúar í Hörpu, við góðan orðstír.
Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira