Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2014 07:00 Tölfræði frá Bandaríkjunum sýnir fram á að töluvert sé um vanskráningu á óvæntum andlátum á Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira