Lífið

Sex tilnefningar Kaleo

Ritstjórn Lífsins skrifar
Kaleo getur orðið sigursæl á Hlustendaverðlaununum.
Kaleo getur orðið sigursæl á Hlustendaverðlaununum. mynd/raggi óla
Hljómsveitin Kaleo er meðal þeirra sem koma fram á Hlustendaverðlaununum sem fara fram í Háskólabíói þann 21. mars næstkomandi.

Hljómsveitin er að undirbúa stórt og mikið atriði þar sem þeir verða ekki bara fjórir á sviðinu eins og vanalega.

Sveitin er tilnefnd til fjölda verðlauna þetta kvöld eins og plata ársins, lag ársins, flytjandi ársins, myndband ársins og nýliði ársins.

Einnig er Jökull Júlíusson tilnefndur sem söngvari ársins og getur því kvöldið orðið stórt hjá sveitinni sem fyrst vakti athygli á Músíktilraunum í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.