50 ný atriði tilkynnt á Secret Solstice-hátíðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 09:00 Carl Craig kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni í sumar. vísir/getty „Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is. Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is.
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira