50 ný atriði tilkynnt á Secret Solstice-hátíðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 09:00 Carl Craig kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni í sumar. vísir/getty „Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira