50 ný atriði tilkynnt á Secret Solstice-hátíðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 09:00 Carl Craig kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni í sumar. vísir/getty „Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira