Lífið

Býst við tvö til þrjú þúsund manns

Ugla Egilsdóttir skrifar
Friðrik Ólafsson.
Friðrik Ólafsson.
„Við búumst við tvö til þrjú þúsund manns frá Bretlandi,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Heimasíða Secret Solstice fór í loftið á fimmtudag, en miðasalan hefst á þriðjudaginn klukkan 10.00. „Við höfum séð fólk tala um hátíðina á Facebook og á Twitter þar sem það merkir hvað annað í færslunum og það er augljóst að áhugi er fyrir hátíðinni,“ segir Friðrik.

Jack Robinson, samstarfsmaður Friðriks, hefur skipulagt hátíðir í Króatíu. „Þær heita Outlook og Dimensions. Þangað fljúga um 25.000 manns frá Bretlandi og öðrum Evrópulöndum ár hvert.“ Tilkynnt verður í vikunni um fleiri erlenda tónlistarmenn sem koma á hátíðina, en Massive Attack og Woodkid hafa þegar bókað komu sína. „Margir hafa reynt að fá þann síðarnefnda til Íslands, en það hefur ekki tekist fyrr en nú,“ segir Friðrik.

Takmarkað upplag er af fyrstu miðunum, sem kosta 12.900 krónur. Síðan fer verðið upp í 15.900 krónur, en fullt verð er 19.900 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×